Hugur - 01.01.1989, Síða 90

Hugur - 01.01.1989, Síða 90
RITDÓMAR ÞORLEIFUR HALLDÓRSSON LOF LYGINNAR Inngangur eftir Halldór Hermannsson Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1989. Þorleifur Halldórsson (1683-1713) samdi Lof lyginnar árið 1703 á latínu og þýddi sjálfur á íslensku árið 1711. Latnesk gerð ritsins er glötuð, en þýðingin er til í nokkrum uppskriftum og hefur áður verið gefin út af Hall- dóri Hermannssyni. Ritið er samið að erlendri fyrirmynd og er það eink- um Lof heimskunnar (Moríæ encomium, 1511) eftir Desiderius Erasmus frá Rotterdam (Gert Geerts) sem Þorleifur tekur mið af; en Halldór nefnir þessa bókmenntategund trúðskaparmál. Bókin Lof lyginnar er gefin út í lærdómsritaflokki Bókmenntafélags- ins. Af lista aftast í henni má sjá að hún er fyrsta frumsamda íslenska verkið í flokknum, en ýmis önnur innlend rit gætu sómt sér þar vel. Lærdómsritin verða æ marktækari útgáfa á vettvangi hugmyndasögunnar, en þó spillir engilsaxnesk slagsíða þar nokkuð fyrir (12 rit af 22). Enda þótt Lof lyginnar sé stutt ritgerð eða aðeins 52 síður í þessari útgáfu, er bókin tvöfalt stærri. I henni er nefnilega margháttað ítarefni: „Inngangur“ eftir Halldór Hermannsson (þýddur af Þorsteini Antons- syni), „Forsvarsræða höfundar“, „Athugasemdir“ eftir Gunnar Harðar- son, „Orðskýringar" og loks „Eftirmáli" eftir Þorstein Hilmarsson. Þorleifur Halldórsson var bersýnilega gáfumaður. Velunnarar studdu hann til mennta, og árið 1703 hélt hann utan til frekara náms, þá tvítugur að aldri. Á leiðinni lenti hann í hrakningum og samdi þá Lof lyginnar á skipsfjöl. Hann var mikill latínumaður og skáld gott á þú tungu. Þorleifur nam meðal annars stjörnufræði í Kaupmannahöfn og tók þar meistarapróf. Á íslandi varð hann rektor Hólaskóla, en honum entist ekki lengi aldur því hann dó um þrítugt „úr berklum og öðrum krankleika", að sögn Halldórs Hermannssonar (bls. 17). I formála bendir Halldór Hermannsson á galla á verki Þorleifs. Hann hafi ekki veri mikill grískumaður, farið sé vitlaust með sumar tilvitnanir en það kunni reyndar stundum að stafa af vísvituðum útúrsnúningi og stund- um af því að höfundurinn hafði ekki heimildarit við höndina. Þá segir Halldór: „rökin eru ekki öll jafn snjöll og stundum missir hann tökin á hlutverki háðfuglsins“ (24). Ritið standi Lofi heimskunnar eftir Erasmus langt að baki. Engu að síður er Loflyginnar skemmtilegt og vel samið rit, og raunar fer höfundurinn víða á kostum. Mælskulistin var til forna talin fást við þrjú meginsvið, svo sem fram kemur hjá Aristótelesi. Þau voru stjómmálaræður sem miðuðu að því að snúa mönnum á sveif með eða á móti ákveðnu málefni; tækifærisræður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.