Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 93
HUGUR
RITDÓMAR
hvorki „vareygðarsamlega" (82), „linfelduglega" (82), „nasvís“ (76),
„langsemi" (58), „herkjur" (54) né „pláts“ (34) - allt orð sem kunna að
þarfnast skýringar.
Texti Þorleifs Halldórssonar er merkur og að meirihluta bráð-
skemmtilegur aflestrar. Er það lofsvert ffamtak að gefa hann nú út f röð
Lærdómsrita. Þó að alltaf sé hægt að elta ólar við smá- og smekksatriði
virðist mega fullyrða að verkið er vandað frá hendi útgefenda.
Ámi Siguijónsson
GOTTLOB FREGE
UNDIRSTÖÐUR REIKNINGSLISTARINNAR
íslensk þýðing eftir Kristján Kristjánsson með
forspjalli eftir Guðmund Heiðar Fnmannsson
Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1989.
Á síðasta ári kom út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags ritið
Undirstöðurreikningslistarinnar (áfrummáli: Grundlagen der Arithmetik)
eftir þýska stærðfræðinginn og rökfræðinginn Gottlob Frege (1848-1925)
í íslenskri þýðingu Kristjáns Kristjánssonar og með forspjalli eftir
Guðmund Heiðar Frímannsson. Gottlob Frege, sem lengst af var stærð-
fræðikennari við háskólann í Jena (nú í Austur-Þýskalandi), er af flestum
talinn faðir nútímarökfræði og rökgreiningarheimspeki og af sumum jafn-
vel merkasti heimspekingur þessarar aldar. Þar sem ofangreint rit er eitt
mætasta heimspekirit Frege er þetta framtak í hæsta máta lofsvert og þeim
mun heldur, þar sem það er eina rit hans, sem hingað til hefur komið út í
íslenskri þýðingu.
Rit Frege hlutu ekki verðskuldaða viðurkenningu á meðan hann lifði,
en á síðustu áratugum hefur hann fengið „uppreisn æru“, og er þar einkum
að þakka hinu mikla riti Michaels Dummett, heimspckiprófessors við
Oxfordháskóla, Frege, sem fyrst kom út árið 1973. í kjölfar þessarar
bókar fylgdi röð athyglisverðra rita og greina um Frege og kenningar
hans. Áður var Frege einkum talinn áhugaverður vegna áhrifa sinna á
Bertrand Russell og Ludwig Wittgenstein. Russell skrifaðist á við Frege
og varð einna fyrstur manna til að lesa rit hans og skilja hversu frumlegar
og mikilvægar kenningar Frege eru. Þótt Russell sé frægari heimspeking-
ur meðal almennings en Frege, sennilega einkum vegna baráttu sinnar
gegn kjarnorkuvígbúnaði og bóka sem hann skrifaði á efri árum um þjóð-
félagsmál, er Frege nú af flestum atvinnuheimspekingum talinn dýpri
hugsuður, a.m.k. í fræðilegri heimspeki, sökum framlags síns til rökfræði
og málspeki. Frege hafði jafnvel djúptækari áhrif á Wittgenstein en
Russell, og ókleift er að skilja fyrsta heimspekirit Wittgensteins, Tractatus
91