Hugur - 01.01.1989, Page 101

Hugur - 01.01.1989, Page 101
HUGUR RITDÓMAR Everitt hafa aukið áhuga hans á gildi tilraunastarfsemi og því er Everitt meðhöfundur að sumum hlutum bókarinnar.2 Bók Hackings er til merkis um liið frjóa samspil á milli vísinda- heimspeki og vísindasögu seni átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Að vissu leyti má rekja upphaf þess til útkomu bókarinnar Gerð vísinda- byltinga (1962) eftir Thomas S. Kuhn en ræturnar eru dýpri.3 Kuhn er af fyrstu kynslóð atvinnumanna í vísindasagnfræði sem kom fram eftir lok seinna stríðs.'1 Sú kynslóð leysti mestmegnis dugmikla áhugamenn af hólmi. Nú þegar önnur og þriðja kynslóð vísindasagnfræðinga er komin fram á sjónarsviðið er vísindasagan orðin að stórfelldum iðnaði og erfitt fyrir vísindaheimspekinga að víkja sér undan því. Enda þótt pósitívista á borð við Carnap og Popper grcindi á um margt þá trúðu þeir báðir á einingu vísindanna og á það að skýr mörk væru á milli uppgötvana og réttlætingar („context of discovery and justification", 5 - 6). A sjöunda áratugnum var þessu andæft af andpósitívistum eins og Feyerabend, Hanson, Hesse og Kulin. Þótt þeir tryðu ekki á þcssa ein- ingu vísindanna töldu þeir samt að þróun vísindanna lyti ákveðnum lög- málum, sbr. eilífa hringrás Kuhns: hefðarvtsindi í anda gildandi viðmiðs, frávik hlaðast upp og kreppuástand skapast, vísindabylting, og loks hefðarvísindi í anda nýs viðmiðs. Kenningar skiptu höfuðmáli og voru eins konar einingarafl líkt og kom fram í þeirri skoðun N.R. Hansons að allar athuganir væru þrungnar kenningum („theory loaded").5 Hacking telur hins vegar að vísindaþróun og gangur vísindastarfsins sé mun ruglingslegri. Hann álítur að óeining ríki og það sé háð aðstæðum hverju sinni, hvort ráði ferðinni, kenningar eða tilraunir. Hann leggur út af umræðu Cartwrights um lýsingu franska eðlisfræðingsins og vísindaheim- spekings Pierres Duhem (1861 - 1916) á hugarheimi enskra eðlisfræðinga 19. aldar. Að mati Duhems líktist þessi heimur mest margbrotinni og flók- inni verksmiðju en í hugarheimi Frakka ríkti aftur á móti stærðfræðileg fegurð. Cartwright hallast á sveif með Englendingum og segir: „Munurinn á mérog hluthyggjumanninum er næstum því gtiðfræðilegur. Hluthyggju- maðurinn álítur að skapari alheimsins hafi unnið eins og franskur stærðfræðingur. En ég held að t huga Guðs ríki óreiða eins og í hugum Englendinga.“6 Hacking cr þessu sammála cn kýs hins vegar að segja furðusögu frá Argentínu. Að mati hans skrifaði Guð ekki bók náttúrunnar, heldur bjó hann til bókasafn að hætti argentínska skáldsins Jorge Luis Borges þar sem allar bækur eru eins stuttar og mögulegt er, efni þeirra allra stangast á en engin þeirra er samt óþörf (219). Þessa skoðun sína rökstyður Hacking með dæmum úr vísindasögunni, t.d. því að við athugun á tilgátu eðlis- fræðingsins Roberts H. Dicke um að innviðir sólarinnar snúist tíu sinnum hraðar en yfirborðið fæst öruggari vitneskja með þvf að nota kenningar sem styðjast ekki við fyrri hugmyndir um gerð sólarinnar. Hér hefur Hacking í huga tilraunaverkefni undir stjórn Everitt sem mun prófa al- mennu afstæðiskenninguna með því að koma snúð (,,gyroscope“) fyrir í gervitungli sem skotið verður á braut um sólu. Með því verður einnig hægt að reyna á þolrifin í kenningu Dickes (183 - 5). Hacking ræðir einnig um tengsl kenninga við líkön og nálganir og samsinnir Cartwright í því að með nálgunum komist vísindamenn oft nær 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.