Hugur - 01.01.1989, Page 102
RITDÓMAR
HUGUR
sannleikanum en með kenningunum sjálfum (218). Þessi skoðun fellur vel
að þrískiptri flokkun hans og Everitts á árangursríku vísindastarfi í
tilgátur, útreikninga og tilraunir (212), í stað hefðbundinnar tvískiptingar í
kenningasmíði og tilraunastarf. Kenningarnar birtast ekki alskapaðar held-
ur þarf að útfæra þær á flókinn hátt sem vfsindamennirnir gera í hvunn-
dagsstarfi sínu. Það sem er sérstakt við nútíma eðlisvísindi er að þar sam-
einast þessi þrískipting, t.d. í starfi eðlisfræðinga (248 - 9). Pierre Simon
Laplace (1749 - 1827) er dæmi um afburðamann á sviði útreikninga.
Frægð Isaac Newtons (1642 - 1727) er byggð á yfirburðum hans sem
tilgátusmiðs og meistara á sviði útreikninga en hann var einnig vel
liðtækur við tilraunir. Það er hins vegar fátítt að menn séu snjallir á svona
mörgum sviðum samtímis.
Hacking boðar verufræðilega hluthyggju m.a. vegna þess að unnt er
að beita hlutum eins og rafeindum sem tækjum við að meðhöndla náttúr-
una. Hann segist hafa sannfærst um það að rafeindir væru raunverulegar
þegar hann frétti um tilraunir við Stanford háskóla þar sem leitað er að
hleðslu kvarka. Samkvæmt nútímakenningum á hún að vera þriðjungsbrot
af hleðslu rafeindarinnar (-e), þ.e. +/- 1/3 e eða +/- 2/3 e. Tilraunin líkist
að sumu leyti frægri tilraun Robert A. Millikans (1868 - 1953) til að finna
hleðslu rafeindarinnar snemma á öldinni. Rafeindum og jáeindum (+e) er
sprautað líkt og úr málningarbrúsa á kúlu úr efninu níóbíum sem svífur í
lausu lofti í segulsviði við mjög Iágt hitastig. Ef stakir kvarkar eru fyrir
hendi ættu sumar kúlurnar að sýna hleðslu er stæði áþriðjungsbroti af e.
Því segir Hacking um hluti: „Ef það er hægt að mála með þcim, þá eru þcir
raunverulegir" (22 - 4). Ilann áréttar þessa skoðun í lokakafla bókarinnar
(262-75) þar sem hann fjallar um notkun skautaðra rafeinda í tilraunum á
seinasta áratug við leit að speglunarrofi („parity violation") f veikri
víxlverkun óhlaðins straums („weak neutral current interactions"). Þar er
rafeindum og eiginleikum þeirra beitt sem tækjum til að kanna áður óþekkt
svið efnisheimsins.7
Það er rauður þráður í bókinni að mikið af starfi tilraunaeðlisfræðinga
felist í því að ná valdi á útbúnaðinum og fá hann til að verka. Þeir neyðast
til að vera hluthyggjumenn þó að útreikningsmenn og tilgátusmiðir geti
leyft sér að vera mótfallnir þeirri skoðun. Þegar fjallað hefur verið um
vísindaþróun frá sjónarhóli kenninga hefur það nefnilega viljað gleymast
að tilraunir hcppnast yfirleitt ekki í fyrstu atrennu. Styrkur góðra tilrauna-
eðlisfræðinga er oft sá að þeir gjörþekkja tækjabúnaðinn og geta því scitt
ákveðin fyrirbæri úr fylgsnum náttúrunnar (220 - 232).8 Það geta þeir gert
hvort sem þeir hafa einhverjar kenningar að leiðarljósi eður ei. Því er rangt
að álykta að allar athuganir séu þrungnar kenningum. Uppgötvun William
Herschels (1738 - 1822) á hitaútgeislun aldamótaárið 1800 er til vitnis um
það. Eftir að hafa uppgötvað útgeislunina reyndi Herschel að fella frekari
rannsóknir á henni að ljósfræðikenningu Newtons. Það hafði hins vegar
lítil áhrif á rannsóknir hans sem fóru mestmegnis fram á tilraunasviðinu
(176-8).
Fróðlegt er að bera þá saman, Hacking og Thomas Kuhn. Hacking
veitir skrifum vísindasagnfræðingsins Kuhns verðskuldaða athygli enda
svipar þeim saman að því leyti að Hacking hefur unnið jöfnum höndum í
vísindaheimspeki og vísindasagnfræði eins og Kuhn.
100