Hugur - 01.01.1989, Page 104
RITDÓMAR
HUGUR
skrifaði yfir á nútímamál. í þessu sambandi stingur Hacking upp á
hugtakinu rökfærsluaðferðir („styles of reasoning").13 Dæmi um ólílcar
aðferðir við rökfærslu er dálæti Fom-Grikkja á frumsetningum (sbr.
Frumþætti Evklíðs), mikilvægi tilraunastarfsemi á 17. öld og síaukin
notkun tölfræðilegra aðferða á seinustu tveimuröldum.14
Frá því að bók Hackings kom út hafa rannsóknir vísindasagnfræðinga
beinst enn frekar að daglegu starfi vísindamanna og mikilvægi tilrauna-
starfsemi. Afrakstur þessarar vinnu birtist nýlega í tímaritinu Isis, sem er
undirstöðutímarit í vísindasagnfræði. Þar skrifar Hacking m.a. grein um
notkun líkindafræði í sögu sálarrannsókna.15
Helst mætti finna það að bók Hackings að hún er að mestu einskorðuð
við sögu eðlisvísindanna. Sögu náttúrufræði og líffræði er veitt minni
athygli en skyldi þótt hann fari örlftið út í þá sálma í kafla um notkun smá-
sjárinnar og hvað menn geti séð með henni (186 - 209). Einnig er ekki
nægilega ljóst hvaða skoðanir Hacking hefur á hlutverki stærðfræðinnar í
þvx flókna samspili tilgátna, útreikninga og tilrauna sem hann fjallar um.
Hann er ekki einn undir þá sök seldur, því vísindasagnfræðingar hafa
hingað til ekki hugleitt það sem skyldi á hvaða hátt stærðfræðin hafi mótað
þróun eðlisvísindanna. Er stærðfræðin einungis handhægt tæki sem eðlis-
fræðingar grípa til þegar þeim hentar eða setur stærðfræðin því strangar
skorður hvaða vandamál er mögulegt að fást við á sviði eðlisfræðinnar?
Hacking gagnrýnir vísindaheimspekinga sem hafa ekki gefið því
nægilegan gaum hve vísindin hafa orðið til á flókinn og margbrotinn hátt:
heimspekinga sem hafa búið til múmíu úr vísindunum. Bók hans sýnir
ljóslega mikilvægi þess að vísindaheimspekingar og vísindasagnfræðingar
vinni saman og að vísindaheimspekingar forðist að byggja skoðanir sínar
á sögulegum einföldunum. Lýsing hans á tilraunastarfsemi og hugmyndir
hans um rökfærsluaðferðir og verufræðilega hluthyggju sýna glöggt hvað
þetta samstarf getur verið frjótt.
Skúli Sigurðsson16
1 Nancy Cartwright: How the Laws of Physics Lie, Oxford University
Press: Oxford 1983.
2 Everitt hefur einnig skrifað talsvert í vísindasögu. Sérstaklega er bent á
grein hans um James Clerk Maxwell (1831-1879) í Dictionary of
ScientificBiography9, 1974, bls. 198-230.
3 Thomas S. Kuhn: The Structure of Scientific Revolutions, The
University of Chicago Press: Chicago og London 1962, önnur útgáfa,
endurbætt 1970.
4 Sjá grein hans: „Professionalization Recollected in Tranquility", Isis
75, 1984, bls. 29-32.
5 Peter Galison fjallar um þessa einingarskoðun í vísindaheimspeki og
hnignun hennar f greininni: „History, Philosophy, and the Central
Metaphor", Sciencein Contextl, 1988, bls. 197-212. Sjá einnig grein
102