Búnaðarrit - 01.01.1915, Blaðsíða 51
BÚNAÐARRIT
45
Þarna er verðmunurinn kr. 11,38. Bóndi þessi er merk-
astur fjárræktarmaður í Hjaltlandi. Iíann gerir marg-
víslegar tilraunir í fjárrækt. Hann hafði um 800 ær,
og sumar af þeim voru hjaltlenzkar. Ekki hafði hann
kynblendinga undan þeim ám og Leicester-hrútum.
Annan bónda heimsótti eg þar í sömu eyjunni, L.
<!. Johnson. Hann hafði kynblendinga undan hjaltlenzk-
um ám og Leicester-hrútum. Haustið 1913 fékk hann
þetta verð fyrir lömbin:
4^/2 mánaða kynblendinga..........kr. 14,56
4j/2 — hjaltlenzk lömb ... — 5,46
Þá skal eg nefna dæmi frá Skotlandi:
D. Lamond, Runnavey, Glenshee, seldi í Perth haustið
1913 sem hór segir:
Grásnoppunga 5 mánaða ...........kr. 23,66
svarthöfðalömb 5 mánaða............— 15,38
D. S. Grand, Broughdarg, Glenshee, seldi sama haust
á sama stað:
Grásnoppunga 5 mánaða............kr. 29,12
svarthöfðalömb 5 mánaða . , . . . — 16,40
í fyrra dæminu er verðmunurinn kr. 8,28, en í
hinu síðara kr. 12,72.
Bændur þessir búa í sama dalnum, en sá er fékk
meira fyrir lömbin heflr betra land.
Þess skal getið, að stærðarmunur lambanna er ekki
eins mikill og verðmunurinn, sökum þess, að þegar
lömbin eru seld með þessu verði, eru þau keypt af
bændum á láglendinu, sem eiga næpuakra og töðuvelli,
er þeir fita lömbin á og selja síðan til slátrunar.
Kynblendingslömbin eru bráðþroskaðri og gefa því betri
raun við fitunina, og eru þess vegna í hærra verði.
Aftur á hinn bóginn er stærðarmunur lambanna meiri,
vegna þess að kynblendingslömbin eru oft höfð á betra
landi 3—4 vikur áður en þau eru seld, og ganga þar
ýmist með mæðrum sínum eða án þeirra.