Búnaðarrit - 01.01.1915, Blaðsíða 74
68
BÚNAÐARRIT
Ef menn óska þess, að eg útvegi þeim þetta áhald,
heygnmuna, þá mun eg með ánægju gera það. Væri
þá i æskilegt, að einn maður í hverju héraði safnaði
pöntunum og sendi mér svo. Þetta er þegar farið að
gera sumstaðar. Notkunarreglur fylgja hverri heygrímu.
Eg vil svo enda mál mitt með þeirri ósk og von,
að bændur athugi þetta velferðarmál rækilega, og van-
ræki ekki að vernda heilsu sina, meðan tími er til, þegar
þeim er bent á ráð til þess. Þá er vel farið.
Hólmavík í nóvember 1914.
Magnús Pétursson.
Hvernig- nota skal lieygrímuna.
Þess verður að gæta, að gúmmíhringurinn, sem að
andlitinu snýr, sé hæfilega loftfyltur. Mjóa gúmmí-
slangan, sem út úr hringnum gengur, er til þess að blása
lofti inn eða hleypa því út; er þá ieyst frá endanum og
bundið vei fyrir aftur. Áður en gríman er notuð, verður
í hvert sinn að opna hana að framan, taka upp bómullar-
ílöguna og vírnetið undir henni og væta litla svampinn
úr vökvanum. Ekki þarf nema lítið af honum. Milli
þess sem gríman er notuð, eða á hverjum degi, ef hún
er daglega notuð (helzt á kvöldin), verður að þvo bæði
innri sigtin og þurka vel. Einnig þvo svampinn. Er
þetta nauðsynlegt hreinlæti og til þess að gríman end-
ist sem bezt. Bómullina verður að endurnýja á hver-
jum degi.
Mjórri endi gúmmíhringsins á að vita upp, þegar
gríman er fyrir andlitinu, en litla slangan niður.
Ef vökva vantar og ekki er hægt að ná í hann,
má láta nægja að væta svampinn eingöngu úr ediks-
blöndu eða jafnvel hreinu vatni. Þó er bezt að hafa
vökvann. Magnús Pétursson.
Grima sú, sem hér er lýBt, er til sýnis í skrifstofu Búuaðar-
félags íslands. Ú t g.