Búnaðarrit - 01.01.1915, Blaðsíða 46
40
BÚNAÐARRIT
Það má gera ráð fyrir, að meðaltaða hér hjá okkur
muni, eftir sama mælikvarða og hér er, gera um 50
fóðureiningar, en meðalúthey um 33. Geta menn þá
farið nærri um, hversu mikið þarf af þessu eða hinu
fóðri, sem nefnt er í töflunni, móti einhverju ákveðnu
af töðu eða útheyi. Én þess ber þó að gæta, að skepn-
unum gengur betur að melta kraftfóðrið, og koma því
næringarefnin þar að betri notum.
í töflunni hefl eg nöfnin á vörunum ensk, svo að
menn geti pantað eftir henni, og einnig látið verðið
halda sér í enskri mynt. Yerðið var þannig í lok júlí
í sumar, rétt áður en stríðið hófst. Verði fóðureining-
anna breytti eg úr enskri mynt í vora mynt, lesendum
til hægðarauka.
Eg ætlast til, að menn veiji úr fóðurtegundunum 9,
sem fyrst eru taldar. Þær eru ódýrari, og fást allar lijá
fóðurvöruverzlun þeirri, er eg mintist á hér að framan.
Hinar 4 síðasttöldu tegundir eru ekki á verðlista verzl-
unarinnar, enda miklu dýrari, og set eg þær hér til
samanburðar, af því töluvert er flutt af þeim hingað
til skepnufóðurs. Hey er einkum flutt inn í harðæri, en
rúgur og Molasses er mikið notað hér. Aftur á móti
er ekkert flutt inn af hinum ódýrustu, til dæmis teg-
undinni, sem fyrst er talin á töflunni, eða þeirri 8. í röð-
inni, sem er ódýrust þeirra allra.
Fyrstu tegundirnar 3, sem taldar eru í töflunni, eru
baðmullarfrækökur, en 4. tegundin eru hörfrækökur.
Allar þessar kökutegundir eru einkum ætlaðar kindum
og kúm, og mjög góðar til mjólkur, en þó sérstaklega
I. tegundin. Orðið „decorticated" merkir, að fræið, sem
í kökunum er, sé hýtt, „undecorticated“ að það só óhýtt.
Eitthvað hefir verið flutt hingað af frækökum, og
þá aðallega frá Danmörku. Mun verðið á þeim hafa verið
um 18 aura kílóið, og verður það heldur dýrara en hér
segir. Frækökur þessar eru rannsakaðar af landbúnaðar-
ráðaneytinu í Bretlandi, eins og allar vörur þessar.