Búnaðarrit - 01.01.1915, Blaðsíða 57
BÚNAÐARRIT
51
Eins og margir kannast við, heflr þessu verið hreyft
hér áður. í 21. árg. Búnaðarritsins hefir Eggert Briom
ritað í þessa átt. Þá hefir Hallgrimur Þorbergsson ritað
allrækilega um málið í 23. árg. sama rits. Auk þess hefiv
hann ritað um þetta í blöðin. Einnig hefir hann myndað
félag í Þingeyjarsýslu, er hefir þetta mál að aðalverkefni.
Pélag þetta sótti um styrk til búnaðarþingsins 1911 til
að flytja inn fáeinar kindur frá Bretlandi í þessu skyni
og gera tilraun. Búnaðarþingið tók allvel i málið og
hét 500 kr. styrk. Þá sótti félagið um leyfi landsstjórn-
arinnar til að flytja inn kindurnar. En hún neitaði.
Lengra er málið ekki komið.
Mótbárurnar gegn því eru margvíslegar og bæði
Ijósar og leyndar. Leyndar felast þær í áhugaskorti og
þekkingarskorti hér á fjárræktarmálinu. En ijósar eru
þær á marga vegu.
Stærstu mótbáruna hygg eg vera þá, að með þessu
fé geti borist hingað sóttnæmir kvillar, er við höfum
ekki, og gert hér tjón, og er von menn séu hræddir við
það af gamalli reynslu.
Um þetta er töluvert öðru máli að gegna nú en
fyrri á tímum. Bæði í Bretlandi og víða annarstaðar
er nú nákvæmt eftirlit og ströng lög til rannsóknar,
stöðvunar og útrýmingar öllum næmum og skaðvænum
búfjárkvillum. Oft kemur það fyrir nú, að skepnur eru
drepnar til að stemma stigu fyrir útbreiðslu næmra
sjúkdóina. Það er því efalaust hægt að flytja fé hingað
frá Bretlandi, án þess að með þvi berist næmir bakteríu-
kvillar eða útvortisveiki.
Kvillar þeir, er mestu tjóni hafa valdið á sauðfé í
firetlandi, eru bráðapest (Braxy), fjárkláði (Scab), lifrar-
ormar (Lever-Fluke) og lungnaormar (Worm in the Lungs).
Af þessum kvillum er það að eins lifrarormaveikin, sem
hér er ekki. Hún hagar sér likt og lungnaormaveikin
að því leyti, að kindurnar éta orminn með grasinu, en
að eins á mýrum eða votlendi.