Búnaðarrit - 01.06.1940, Qupperneq 11
B Ú N A Ð A R R I T
III
Snorri Jónsson og María Magnúsdóttir. Snorri var
prýðisvel gefinn dugnaðarmaður, srniður ágætur og
vel hagmæltur. Jón faðir hans var sonur Sigurðar i
Glerár-Skógum, Jónssonar hónda á Ölvaldsstöðum og
Höllu Sigurðardóttur, Hinrikssonar s. st., Þorbjarnar-
sonar s. st., Marteinssonar á Álftanesi, Hallldórssonar
s. st., Marteinssonar hiskups Einarssonar prests Öldu-
liryggjarskálds Snorrasonar.
María móðir Hjartar var mikilhæf kona. Hiin var
dóttir Magnúsar Magnússonar í Magnús-Skógum, sem
var talinn mikið valmenni, en drukknaði í Hvamms-
firði ásamt nokkrum öðrum ungum bændum þar úr
sveitinni 10. júlí 1831, aðeins rúmlega 30 ára að aldri.
F'aðir hans var Magnús skáld í Magnús-Skógum, sem
kallaður var Jónsson, en var almennt talinn sonur
Magnúsar Pálssonar á Efra-Núpi, var líka fæddur þar,
og sá Magnús bóndi að öllu leyti um uppeldi hans.
Sú sögn hefir lifað hjá afkomendum Magnúsar skálds,
að Magnús Pálsson hafi hoðið honum að gangast við
faðerni hans, þegar hann var fermdur, en drengurinn
þáði ekki boðið.
Magnús á Efra-Núpi var sonur Páls lögmanns
Vídalín, skálds, sem var manna lærðastur og mikil-
hæfastur á sinni tíð, og konu hans Þorbjargar Magnús-
dóttur sýslumanns. Páll Vídalín var sonur Jóns Þor-
lákssonar í Víðidalstungu og konu hans Hildar dóttur
Arngríms Jónssonar lærða, en Þorlákur faðir Jóns var
sonur Páls sýslumanns Guðhrandssonar Hólabislcups.
Það væri freistandi að rekja föðurætt Hjartar betur
en hér er gert, því þar er margt merkra og mikil-
hæfra manna. T. d. eru þrjár formæður Snorra Jóns-
sonar komnar í beina karlleggi frá Guðmundi ríka
Arasyni á Reykhólum. Sú fjórða komin frá Staðar-
hóls-Páli og konu lians, Helgu Aradóttur Jónssonar
biskups Arasonar.
Hjörtur ólst upp með foreldrum sínum, sem lengst