Búnaðarrit - 01.06.1940, Blaðsíða 76
176
BÚNAÐARRIT
lega uppskeru fyrir bragðið. Sérstaklega spírar Alpha
seint, en hún geyniist líka flestum kartöflum betur.
Þessi afbrigði virðast eiga framtíð í lágsveitum sunn-
anlands, ásamt Gullauga, sem er þétt kartafla og
mjölvismikil, líkt og rauðu íslenzku kartöflurnar.
Gullauga gefur árvissari uppskeru en þær að jafnaði og
er sæmilega bráðþroska. Getur þetta afbrigði smám
saman leyst þær af hólmi, einnig norðanlands.
í hlýviðrunum 1939 þreifst myglusveppurinn ágæt-
lega eins og annar gróður. Komst kartöflumyglan
þá í algleyming á Suðvesturlandi og hennar varð jafn-
vel vart norðanlands og vestan. Sá ég greinilega
myglusýki í Up-to-date-kartöflum frá Akureyri, og í
rauðum íslenzkum kartöflum af heimaöldum stofni
i Sauðlauksdal á Vestfjörðum. Er myglan sennilega
til víða um land, en hennar gætir mest sunnanlands
vegna veðurfarsins þar, sem er rakara og jafnhlýrra
en norðanlands. í sumar varð myglu allvíða vart, en
veikin gerði lítinn usla, svalviðrin sáu fyrir því, ásamt
varnarúðun, sem nú er allvíða farið að hafa um hönd
á Suðurlandi. Er notkun varnarlyfja þar sjálfsögð
oryggisráðstöfun. Versti kartöflukvillinn í sumar var
stöngulveilci. Gerði hún víða talsvert tjón; dró úr upp-
skeru og veldur eflaust skemmdum í geymslu í velur.
Þegar veikin er á háu stigi eru einkennin glögg:
Stönglar kartöflugrasanna verða svartir, blautir og
linir niður við moldina. Toppur grasanna gulnar einn-
ig oft og blöðin krypplast eða vefjast ögn saman. Er
þelta ofllega fyrsta einkennið. Að vetrinum lifa
slöngulveikisbakteríurnar í kartöl'lunum. Mesta hætt-
an stafar þess vegna frá sýktu útsæði. Einnig getur
veikin stundum haldizt við í kartöflum, sem lifa af
veturinn í görðunum. Er helzt hætta á því í heitum
jarðvegi. Erfitt reynist að útrýma veikinni að fullu
og öllu, því að einkennin eru stundum óglögg, sé
veikin á lágu stigi. Á hinn bóginn er hirðuleysi um