Búnaðarrit - 01.06.1940, Blaðsíða 79
BÚNAÐARRIT
179
niður við moldina. Verja plöturnar flugunni varps og
liafa gefizt vel hér. Loks er farið að nota nýja aðferð
erlendis til varnar kálinu. 4 g af kvikasilfurklóri
(Calomel Hg Cl) er hlandað í 96 g af kaólíni. Síðan
er vatn látið saman við unz úr þessu öllu verður
þunnur grautur. Rótum káljurtanna er dýft í þessa
blöndu um leið og þær eru gróðursettar. Nægir blandan
handa 100—150 jurtum. Aðferðin reyndist vel á jurta-
sjúkdómatilraunastöð danska ríkisins í fyrrasumar.
— Rófur er dýrt að verja. Gulrætur eiga að koma í
stað rófnanna á sýktu svæðunum, að minnast kosti
sunnanlands og í heitri jörð. Kálmaðkurinn lætur þær
í friði. Gleymið ekki gulrótunum að vori! Flijtjið ekki
jurtir af krossblómaætt, t. d. kál, rófur, næturfjólur,
„levkoj“ o. s. frv. af sýlctu svæðunum i heilbrigða
garða. Að öðrum kosti eigið þið nokkurn veginn víst
að fá kálmaðkinn í garðana gkkar með jurtunum.
Eru þess þegar nokkur dæmi. Mest er um kálmaðkinn
i Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og nærsveitum
þessara bæja. En hans liefir orðið vart víðar, t. d. í
G,rindavík. Ef hætt er við rófnarækt á maðkasvæðun-
um og alll kál varið, eru likur til að eitlhvað dragi úr
þessum ólognuði.
Annar hættulegur krossblómakvilli er æxlaveikin.
Á rótum veikra jurta myndast æxli eða hnúðar. Róf-
ur verða óætar og kálið nær litlum þroska. Skæðust
er veikin í Vestmannaeyjum, en einnig hefir horið á
henni í Mýrdal, Hveragerði, Reykjavík og Borgarfirði.
Sveppurinn, sem veikinni veldur, lifir árum saman í
moldinni og þolir að fara i gegnum meltingarfæri bú-
fjárins. Séu gripir fóðraðir á veikum jurtum, getur
áburðurinn valdið smitun. Sjúka garða á helzt að
leggja niður. Ef það þykir ekki fært, verður að liafa
sáðskipti, liætta þar allri krossblómarækt, en rækta
t. d. ltartöflur i staðinn. Hér virðist veikin mest hafa
borizt með káljurtum úr sjúkum græðireitum.