Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 17

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 17
BÚNAÐARRIT IX Hinn 15. nóv. 1892 fauk kirkjan á Hvanneyri í af- takaveðri. Staðnæmdist hún rétt norðanvert við íbúðarhúsið og brotnaði mikið. Hún var aðeins 9 ára gömul, en hafði verið mjög óvönduð að byggingu. Sennilegt, að hún hefði enzt lengur, ef Hjörtur hefði haft hönd í bagga með byggingu hennar. Árið 1 !)03. Sléttað í túni 1425 freh.faðmar. Plægður og herfaður mýrarhlettur, sem áður var búið að þurrka, hann var um tvær dagsláttur að stærð". Graf- inn framræsluskurður 96 faðma langur, 4320 ten.fet. Vörzluskurður 80 faðma langur. — Reist heyhlaða 25 X 12 X 7 álnir og ris að auki, ineð votheysgryfju 12 X 5 X 6 álnir. Nóttina milli 5. og 6. október brann íbúðarhúsið, sem jafnframt var skólahús, til kaldra kola með ná- lega öllu, sem í því var. Fóllc bjargaðist að vísu, en suml með naumindum, og margir misstu aleigu sína. Þar hrann meðal annars allur vetrarforði skólbús- ins, bæði búfjárafurðir, kornvara og kol, og nálega allir innanstoklcsmunir ])ess, kennslutæki öll og tals- vert af peningum. Þar að auki mikið af öðrum verð- mætum munum, svo sem allar bækur Hjartar, um 1500 bindi, og aðrar eigur þeirra lijóna og hirzlur og fatnaður flestra annara heimilismanna. Það var til- viljun ein að ekki varð manntjón. Svefnherbergi öll voru á efri hæð hússins. — Um nóttina valtnaði Hjörtur og leit út um glugga á svefnherbergi sinu, sá hann þá geysimikinn reyk, sem lagði norður af hús- inu. Þegar hann þá samstundis opnaði herbergið, var gangurinn upp á loftið fullur af reyk, og örfáum augnablikum síðar gaus loginn upp úr miðjum stig- anum, þeim eina sem til var í húsinu. Varð því allt fólkið að fara út um glugga á suðurenda hússins; mun þar hafa verið um 7—8 álna hæð niður á jörð. Þessi hruni var óbætanlegur hnekkir fyrir skólann, og verður tjónið allt ekki töluin talið, því auk þess,

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.