Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 60

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 60
160 BÚNAÐARRIT mælingamaður yrði, timans vegna, að láta sér nægja að koma á nokkra hæi i hverju mælingarumdæmi lil þess að athuga starf hvers trúnaðarmanns, en það ætti eigi að síður að geta gefið honum glögga og rétta mynd af því, því að hver einstakur trúnaðarmaður gæti aldrei fyrirfram vitað, á hvaða bæjum eftirlitið yrði framkvæmt. Sennilega yrði að skipta landinu niður í tvö eða þrjú umdæmi og fara yfir eitt þeirra á ári. 5. Ég vil eindregið leggja til, að gerð verði tilraun með að viðhafa gæðamat á jarðabótum og styrlcja 1. flokks jarðabætur mun hærra en 2. flokks í því skyni að fá jarðabótamenn til þess að vinna með meiri vandvirkni en nú á sér víða stað. Að endingu vil ég taka það fram, að þessa grein ber yfirleitt ekki að skoða sem andmæli gegn grein Á. L. J., því að ég er henni á margan hátt sammála, en hún á að vera þáttur i umræðum, sem ég tel æski- lcgt að fari fram um þetta mikilvæga mál, sem Á. L. J. svo þarflega hefir orðið málshefjandi að.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.