Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 43

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 43
BÚNAÐARRIT 143 liáða og blanda þeim svo meira og minna saman til í'ramleiðslu sláturdilka. Kleifaféð í Árnessýslu er fremur smávaxið, harð- gert og talið gott til beitar. Það er mjög þykkvaxið, sérlega útlögugott um bóga og holdgott. Það hefir l>etri herðabyggingu en þingeyska féð og er jafnvel enn holdþéttara á baki. Er því sjálfsagt fyrir þá bænd- ur, sem hafa góð beitilönd, og vilja notfæra sér vetrar- l>eitina til hins ýtrasta og leggja áherzlu á að komast af með sem minnst heyfóður i fé sitt, að eiga heldur Kleifafé en þingeyskt fé. Þingeyska féð er aftur á móti nokkru stærra og þyngra. Það hefir yfirleitt heldur lausari bógabygg- ingu og hærri herðakamb en Kleifaféð, virðist tæp- lega eins harðgert og þolið beitarfé en er líklegra til þess að geta gefið enn meiri afurðir, sé því fullkom- inn sómi sýndur í allri fóðrun og meðferð. Því er rétt fyrir þá, sem hal'a góð skilyrði til þess að gefa fé vel á vetrum, en hafa minni möguleika á því að fleyta því við mikla útivist en takmarkaða gjöf, að eiga ær af þingeysku kyni. Beztu sláturlömbin munu fást undan vænum ám af þingeysku kyni og holdgóðum hrútum af Kleifa- kyni. Af þeim hrútum, sem notaðir hafa veiáð siðasta áratug í Árnessýslu, hafa reynzt beztir Óðinn í Núps- túni frá Ólafsdal og Norðri á Hrafnkelsstöðum frá Helluvaði í Mývatnssveit. Ég efast um að nokkur kind hafi verið flutt til Suðurlands síðustu 10—20 árin, sem heíir gert meira gagn en Óðinn. Áhrifa hans mun lengi gæta í fé Sunnlendinga, ef aldrei verður gripið til þeirra örþrifaráða að skera féð i Árnessýslu vegna sauðfjársjúkdómanna. Óðinn sá ég aldrei en ég hefi heyrt að hann hafi ekki verið afburða kind að útliti. Norðri á Hrafnkelstöðum var ágæt kind, prýðilega

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.