Búnaðarrit - 01.06.1940, Blaðsíða 12
IV
BÚNAÐARRIT
bjuggu á Skerðingsstöðum í Dalasýslu, unz hann gekk
í búnaðarskólann í Ólafsdal vorið 1885. Burtfarar-
prófi laulc hann vorið 1887. Eftir það vann hann hjá
hænduni í Dölum, við jarðyrkjustörf, heyskap og
barnakennslu, þangað til vorið 1892, að hann réðist
sem kennari og verkstjóri að Ólafsdal.
í Unga íslandi 1. tölubl. 12. árg. er getið um atvik,
sem ber vott um, hversu bændur í Dölum virtu hand-
tök Hjartar. — Eitt sinn vann hann hjá Kristjáni
hreppstjóra Tómassyni á Þorbergsstöðum í Laxárdal,
mesta myndar- og dugnaðarbónda. Þegar Hjörtur
hafði unnið þar tilskilinn tíma, bjóst hann til ferðar.
Lét Kristján þá sækja ungan fola, sem hann átti,
nærri taminn, bezta hestefni. Þegar komið var með
l'olann, lagði Kristján hnakk Hjartar á hann, teymdi
hann lil Hjartar og mælti: „Þú átt að eiga þennan
fola fyrir það, sem drengirnir mínir hafa séð til þín
þessa daga, sem þú hefir dvalið hérna.“ Þetta var
fyrsti hesturinn, sem Hjörtur eignaðist.
Það er augljóst mál, að Hjörtur með sínum afburða-
hæfileikum, hefir fengið gott vegarnesti, hjá ágætis-
manninum Torfa í Ólafsdal, i'yrst sem nemandi hans
og síðar, sem samverkamaður hans við skólann. Þeir
kunnu líka vel að meta hvor annan.
III.
Eftir hið sviplega fráfall Sveins Sveinssonar,
skólastjóra á Hvanncyri 4. maí 1892, var Ólafi Jóns-
syni kennara við skólann, falin forstaða hans fyrst
um sinn. Honum mun ekki hafa verið það áhugamál
að halda þessari stöðu áfram, — þó hann að vísu
sendi umsókn — vegna þess hvernig búið var að
skólanum.
Hinn 16. október 1893 sækir Hjörtur um skóla-
stjórastöðuna á Hvanneyri. Mun Torfi hafa hvatt
hann til þess, og sömuleiðis mun skólanefnd Hvann-,