Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 13

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 13
BÚNAÐARRIT V eyrarskóla hafa óskað eftir, að hann gæfi kost á sér til starfsins. Nokkuð er það, að hún gefur honum sín heztu meðmæli í bréfi til amtmanns 7. sept. 1893. Var honum svo veitt staðan 28. nóv. sama ár, frá 14. mai 1894 að telja. Þetta sýnir glöggt, hve mikið orð hefir farið af hæfileikum og dugnaði þessa unga manns, og þó bárust alls 11 umsóknir um skólastjórastöðuna. Snemma vors 1894 reið Hjörtur suður að Hvann- eyri til þess að skoða staðinn og búið, — og þótli þá ekki fýsilegt að taka við starfinu. Allt var í hinu ömurlegasta ástandi, sem fjárskortur og ill aðbúð að skólanum höfðu skapað. Féll honuin allur ketill i eld og reið í snatri til Reykjavíkur til þess að tala við amtmann, tjá honum alla málavexti, og biðjast lausn- ar frá starfinu. Þegar suður kom, fann hann fyrst að máli Björn Jónsson, ritstjóra ísafoldar, frænda sinn. Hvatti hann Hjört mjög til þess að taka að sér stjórn skólans. Júlíus Havsteen amtmaður tók honum prýðilega, og lagði mjög að honum að taka við starf- inu, og hét honum sinni Iiðveizlu eftir föngum. — Varð það úr, að Hjörtur tók við forstöðu skólans, og má hiklaust fullyrða, að ekki muni því máli hafa verið betur borgið á annan hátt. Þegar hér er komið, er ekki unnt að segja sögu Hjartar, nema með því að segja sögu Hvanneyrarskól- ans um leið, þann tíma, sem hann var skólastjóri. Nú hefst liið mesta athafnatímabil í æfi Hjartar. Bæði var það, að hér var mikið verk að vinna, og mað- urinn afburða starfhæfur. Þess sáust líka íljótt merki, að nýr maður var tekinn við stjórn á Hvanneyri. Túnið var sléttað af miklu kappi og nýjar byggingar risu upp hver af annari. Jafnframt þessu stækkaði húið hröðum skrefum. Skulu nú taldar helztu framkvæmdirnar, sem unn- ar voru á hverju ári, og um leið aðrir merkustu at- burðir, sem gerðust á Hvanneyri á þessu tímabili.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.