Búnaðarrit - 01.06.1940, Qupperneq 14
VI
B Ú N A Ð A R R I T
Fyrsta árið (1894) var skólahúsið stæklcað, ]). e.
lengt um 9 álnir og smiðja byggð 8X5 álnir að stærð.
Árið 1895 var hyggð heyhlaða 25 X 12 álnir að
stærð og rúmaði hún 1200 hestburði af heyi. Sömu-
leiðis var hyggt fjós við aðra hliðina á hlöðunni, undir
skúrþaki, er rúmaði 14 nautgripi. Þessi bygging var
úr timbri, járnvarin.
Árið 1896 var hyggð skemma 16 X 12 álnir að
stærð, ein hæð og port með góðu risi. Hús þetta stend-
ur enn, enda var það mjög traustlega byggt með
sterkum viðum, og getur það staðið mörg ár enn með
sæmilegu viðhaldi. Kom það i góðar þarfir haustið
1903 eins og vikið verður að seinna.
Ég hef ekki getað fundið skýrslur yfir þær jarða-
bætur, sem Hjörtur kom í framkvæmd á þrem fyrstu
árum hans á Hvanneyri, en með árinu 1897 hefst
glöggt yfirlit yfir allar framkvæmdir hans. Það ár:
1897 var sléttað í túni 1686 ferh.faðmar, grafinn
vörzluslturður með hlöðnum garði 7X2 fet að þver-
máli 131 faðm. að lengd. Hlaðinn vörzluskurður 59
faðma langur. Grafinn framræsluskurður 7560 len.fet.
Ennfremur var skólahúsið lengt um 5 álnir, var þá
stærð þess orðin 26 X 12 álnir, kjallari var undir
nokkrum Iiluta hússins, ein hæð, porlhæð, og geymsla
á hanabjálkalofti. — Þá var og reist fjós, undir skúr-
þaki yfir 14 nautgripi við Ihina hliðina á heyhlöðunni,
sem byggð var 1895. — Auk þessa var byggt þvotta-
hús 8X5 álnir að stærð, úr torfi og grjóti.
Árið 1898 var sléttað í túni 1926 ferh.faðmar.
Vörzluskurður 166 faðma langur. Vörzlugarður 136
faðma langur. Byggð heyhlaða 27 X 12 álna gólflötur,
8 álna stafahæð, rúmaði hún 1400 lieslburði al' heyi.
Beggja megin við hlöðuna voru byggð l'járliús yfir
320 fjár alls, voru það járnklæddir timburskúrar.
Bygging ]>essi stendur enn.
Þctta vor (1898) brá Hjörtur til utanferðar. Ferð-