Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 20

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 20
XII BÚNAÐARRIT IV. Hvanneyri var nú orðin gerbreytt i hönduni Hjartar —• eins og konungsdóttir, sem leyst er úr álögum — og almenningsálitið var líka gerbreytt. Nú voru menn farnir að sjá, að frá búnaðarskólun- um komu menn, sem kunnu betri tök á jarðabóta- vinnunni, en áður liafði þekkzt, og skiluðu því meira dagsverki og betur unnu en aðrir. Þetta varð gamli afturhaldsandinn að viðurkenna, þó að honum væri það ekki Ijúft. Svona var brautin rudd. Hvanneyrarskólinn var lcominn yfir aðaltorfærurnar, undir forystu Hjartar Snorrasonar. Nú var allt greiðara framundan. En liver voru launin? Eins og kunnugt er, breytli Alþingi Í905 lögun- um um búnaðarskólana. Áður voru þeir fjórir með tveggja ára námi, bóklegu og verklegu. Nú voru lög- festir tveir bændaskólar, með tveggja vetra bóklegu námi — verklega kennslan numin úr gildi að lang- mestu leyti. Og skólabúin mátti ekki lengur reka fyrir reikning hins opinbera, ef annars væri kostur. Það er víst óhætt að fullyrða, að oft hefir Alþingi íslendinga mistekizt lausn þeirra mála, sem það hefir haft ineð höndum, en sjaldan eins átakanlega og í þetta sinn. Eða er unnt að liugsa sér öllu meiri fjar- stæðu, en að leggja niður verklega kennslu við bænda- skóla? Hitt er annað mál, að kennslan þurfti að breytasl: verða fjölþættari og fylgja hinni liraðvax- andi þróun tækninnar. Með hinu ákvæðinu, að hætta að reka skólabúin fyrir reikning hins opinbera, var Hirli sparkað frá forstöðu Hvanneyrarskólans, fyrir það eitt að hann var trúr hugsjónum sínum. Hann var andvígur því, að nokkur einn maður fengi búið á leigu. Hann vildi, að það væri rekið sem fyrirmyndarbú, og að á Hvann- cyri væru gerðar umbótatilraunir, bæði á jörð og bú-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.