Búnaðarrit - 01.06.1940, Síða 22
BÚNAÐARRIT
XIV
æfinlega eftir umræðuefnum, en kom sjaldan á fund-
ina. Einhverju sinni átti að ræða spurningu, sem var
á þessa leið: „Hver áhrif hafa trúarbrögðin á sið-
ferði manna, og hvers vegna hefir áhugi manna fyrir
þeim minnkað á síðustu áratugum?"
Þetta kvöld kom Hjörtur á fund og hlustaði á um-
ræðurnar, sem voru víst ekki mikils virði. Þegar þeim
var lokið, stóð hann upp. Hann byrjaði á því, að benda
okkur á, hve síðari hluti spurningarinnar væri barna-
legur og ósannur. Svo lýsti hann fjórum megintrúar-
brögðum mannkynsins, sem kennd eru við: Ivrist,
Múhamed, Búddha og Brahma og sýndi fram á, hver
væri meginkjarni þeirra allra. Og hann talaði af svo
mikilli þekkingu, mælsku og orðgnótt, að enginn oltk-
ar hafði þekkt því líkt áður; og siðan hefi ég engan
lieyra halda aðra eins snilldar ræðu um þetta efni.
Það er ekki of mælt, að Hjörtur vildi að nemendur
sínir bæru þess merki, að þeir hefðu verið á Hvann-
eyri. Hann vildi fyrst og fremst gera þá að þrótt-
miklum athafnamönnum. — Mönnum, sem óhætt væri
að treysta að hvaða verki, sem þeir gengu. Karl-
mennska og drengskapur auðkenndu allt dagfar hans,
og allt, sem hann vann, hverju nafni, sem það nefnd-
isL, vann hann með svo mikilli samvizkusemi, vand-
virkni og atorku, að ekki gat hjá því farið, að for-
dæmi hans hefði djúptæk áhrif á nemendurna.
Þegar hann var að leiðbeina við verklega námið lét
hann oft falla orð á þessa leið: „Ef þið ætlið að verða
duglegir menn, þá þuri'ið þið að hafa þessa aðferð.“
Svo sýndi hann handtökin, og var ekki lítilvirkur.
Mér telst svo til, að Hjörtur hafi útskril'að alls 43
nemendur á þeim tíma, sem hann var slcólastjóri á
Hvanneyri. Auk þess fór einn frá Hvanneyri haustið
1903 eins og áður er sagt. Þetta er að vísu ekki há
tala og vel hefði Hjörtur unað því, að hún hefði verið
hærri. Af þessum mönnum eru nú 12 dánir, 18 eru