Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 25

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 25
BÚNAÐARRIT XVII Hann var líka um eitt skeið í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. Nokkurn þátt tók hann í starfsemi fleiri ielaga, sem hér er ekki rúm til að nefna. VIII. Annar aðalþátturinn í æfistarfi Hjartar Snorra- sonar er þátttaka hans í löggjafarstarfi Alþingis. Hann var fyrst kosinn á þing í Borgarfjarðarsýslu við almennar kjördæmakosningar 11. apríl 1914. Hlaut hann 142 atkvæði, en keppinautur hans, Hall- dór Vilhjálmsson skólastjóri 116 atkvæði. Sat Hjörtur á tveim þingum, sem þingmaður Borgfirðinga i neðri deild i flokki Sjálfstæðismanna. Þá' var ekki sá háttur enn upp tekinn, að skipa fastanefndir til að ljalla um ákveðna málaflokka, heldur var kosin sérstök nel'nd, er athuga skyldi hvert mál. Á þinginu 1914 átti Hjörtur sæti í a. m. k. 1] nefndum en á þinginu 1915 í 25 nefndum. Við landskosningarnar 5. ágúst 1916, var Hjörtur annar maður á lista þversum-manna og hlaut kosn- ingu með hlutfallstölunni 668% (listinn fékk 1337 atkv.). Tólc hann þá sæti í efri deild sem 5. lands- kjörinn þingmaður og átti þar sæti til dauðadags. Eftir að fram höfðu farið almennar landskosningar 8. júlí 1922 á mönnum í stað þeirra þriggja lands- kjörinna þingmanna, er misstu umboð sitt það ár, samkvæmt hlutkesti, er fram fór á þinginu 1917, færð- isl raðtala Hjartar upp og hét hann eftir það 3. lands- kjörinn þingmaður. Annars var kjörtími landskjör- inn’a þingmanna 12 ár, unz hann var styttur í 8 ár með stjórnarskránni 18. maí 1920. Hjörtur átti sæti í mörgum þingnefndum og var ötull starfsmaður í þeim og naut mikils trausts í þinginu, eins og sjá má af því, að eftir að hann tók sæti i elri deild, átti hann jafnan sæti í þremur af fastanefndum deildarinnar. Hinsvegar lalaði hann

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.