Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 42

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 42
142 BÚNAÐARRIT Hrafnkelsstöðum, 11 ættaðir frá Núpstúni og 7 ættaðir frá Sóleyjarbakka, eftir því sem hægt var að komast næst samkvæmt upplýsingum frá eigendum þeirra. Alls áttu því 35 hrútar eða tæpur helmingur af I. verðlaunahrútum sýslunnar ætt sína að rekja til áðurnefndra þriggja bæja. Sést glöggt á því, hve mikið gagn þeir fáu bændur, sem eiga því láni að fagna, að eignast og rækta gott fé, geta gert stéttarbræðrum sínum. Hlutfallslega flestir hrútar hlutu I. verðlaun í Gnúp- verja-, Hrunainanna- og Hraungerðishreppum. Jafn- þyngstir voru hrútarnir í Gnúpverjahreppi en þar var þátttaka í sýningunum ekki svo góð, að hægt sé að fullyrða, að sýndu hrútarnir væru rétt sýnishorn af öllum hrútum hreppsins. Hrútarnir í Hraungerðis- hreppi voru aðeins léttari, að meðaltali en Gnúpverja- lireppshrútarnir. Þar næst komu Hrunamanna-, Skeiða- og Þingvallahreppshrútarnir, en léttastir voru lirútarnir í Grafningshreppi. Hrafnkelsstaða- og Sóleyjarhakkahrútarnir eru af þingeysku kyni, en þó eru sumir þeirra fyrrnefndu í aðra ættina af húnversku kyni frá Guðlaugsstöðum, sjá töflu B. Hrútarnir, sem ætt sína eiga að rekja að Núpstúni, eru blendingar af Kleifakyni frá fjáræktar- búinu i Ólafsdal. Nokkrir góðir hrútar af Kleifakyni eru til í Árnessýslu aðrir en þeir, sem ættaðir eru frá Ólafsdal. í raun og veru er mjög mikil samkeppni milli þing- eyska fjárins og Kleifafjárins í Árnessýslu. Báðir þessir stofnar eru inní'luttir í sýsluna fyrir tiltölulega fáum árum og hafa að margra dómi gert þar mikið gagn. Ég er og þeirrar skoðunar. Enn er ekki gott að dæma um hvor stofninn sé betur fallinn til rækt- unar í sýslunni. Ég hygg, að hvor stofninn fyrir sig hafi svo marga mikilsverða kosti, að sjálfsagt sé að hreinrækta þá

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.