Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 44

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 44
144 B U N A Ð A R R I T Norðri á Hrafnkelsstöðum. þéttvaxinn, holdgóður og fríður. Afkvæmi Norðra eru mörg ágæt og líkjast honum um margt. Norðri drapst úr lungnabólgu vorið 1939 og var það mikill skaði, þar eð hann hafði þá aðeins verið notaður í 3 ár og ekki var unnt að fá hrút að norðan i stað hans sakir mæðiveikivarnanna. Á sýningunni í Hrunamannahreppi var keppt um silfurskjöld þann, sem Hrafnkelsstaðabændur gáfu fvrir nokkrum árum, til þess að keppt yrði um hann á hrútasýningum í sveitinni. Skjöldurinn skal veitast sem heiðursverðlaun, á hverri hrútasýningu í hreppn- um, eiganda þess hrúts, sem dæmdur er beztur á sý)i- ingunni. Skal hann geyma skjöldinn, þar til næsta hrútasýning verður haldin í hreppnum. Á sýningunni 1934 fékk Guðmundur Guðmundsson bóndi í Núpstúni skjöldinn til varðveizlu fyrir hnit- inn Torfa, sem þá var dæmdur bezli hrúturinn á sýn- ingunni.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.