Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 47

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 47
BÚNAÐARRIT 147 hrútasýningar í Árnessýslu. í greinargerð um sýning- arnar, er hann ritaði í skýrslubækur Búnaðarfélags- ins, lætur hann illa yfir fjárrækt Árnesinga. Að vísu veitti hann þá 20 hrútum I. verðlaun i sýslunni, úr 11 hreppum. Flestir þessara hrúta voru aðfluttir. Voru þeir einkum ættaðir frá Guðlaugsstöðum í Húnavatnssýslu, úr Þingeyjarsýslu og frá Gottorp. Bar Theodór sjáanlega kvíðboga fyrir því, að blöndun með þingeysku fé mundi reynast illa og jafnvel ótt- aðist hann Gottorpsféð. Þessi skoðun hans var mjög eðlileg og skynsamleg, þegar fullt tillit er tekið til þáverandi búnaðarhátta i Árnessýslu og annarsstaðar sunnanlands. Þá var fé yfirleitt mun verr fóðrað sunnanlands en nú. Hann hafði séð marga væna norð- lenzka hrúta, sem fluttir liöfðu verið úr átthögum sínum, til staða, þar sem þeir áttu að búa við lélegri landkosti og lakari meðferð, en þeir höfðu alizt upp við. Flestir þessir hrútar visnuðu upp. Þeir gáfu að vísu oft væna dilka lil slátrunar, en væru lömb undan þeim alin upp, þá gengu þau oft fljótt úr sér. Theodór vissi vel, að hið stóra þingeyska fé var þurftarmeira en hið smáa sunnlenzka beitarfé, og því nauðsynlegt að hæta fóðrun fjárins sunnanlands, ef kynbætur með vænu holdafé áttu ekki að verða til ills eins. En sem betur fer hefir Árnesingum yfirleitt heppnazt vel með kynbætur fjárins með aðfluttu fé og er það fyrst og fremst þvi að þakka, að þeir liafa stöðugt bætt meðferðina jafnóðum og þeir hafa bætt féð. Ég tel víst, að áframhaldandi ræktun hins að- fiutta fjár í Árnessýslu gefist vel, ef þess er gætt að sækjast ekki eftir of mikilli stærð, heldur keppst við að fá féð fremur smátt, holdgott, þéttvaxið og þolið en þungt eftir stærð. í öðru lagi mun það eiga drjúgan þátt í því, hve Árnesingum hefir tekizt vel að kynbæta fé sitt, að þeir hyrjuðu ekki kynbætur sínar með því að flytja suður

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.