Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 49

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 49
BÚNAÐARRIT 149 Hólm Haraldar á Tjörnum, af Gottorpskyni, Durg Björgvins í Voðmúlastaðasuðurhjáleigu og Hækil Guðna á Hólmum frá Gottorp. Ennfremur er Spakur Erlendar á Heylæk, ættaður frá Kjóastöðum í Biskups- tungum, ágætur lirútur og sérlega ullarprúður. Hrafnkell Jóhanns á Teigi er og ágæt kind og einnig Hörður í Dufþekju. Fé í Rangárvallasýslu er yfirleitt rýrt og eiga bænd- ur í sumum sveitum þar langt i land með að koma upp sæmilega vænu fé. Á Landi virtust hrútarnir jafn- holdbetri en annarsstaðar, þótt þar væru eigi hrútar, sem jöfnuðust á við þá beztu í öðrum sveitum sýsl- unnar. Lélegastir voru hrútarnir i Vestur-Landeyjum og undir Vestur-Eyjafjöllum, þótt á síðari staðnum væru nokkrir hrútar góðir og einn ágætur. Fé virðist þó fara batnandi í Rangárvallasýslu. Meðalþungi hrútanna var nú nokkru hærri en haustið 1934. Núna var meðalþungi allra 2ja vetra hrúta og eldri, sem sýndir voru í sýslunni, 78,8 kg, en 1934 var meðalþungi hrúta á sama aldri 75,1 kg. Veturgömlu lirútarnir vógu nú 63,6 kg en 1934 vógu þeir 60,0 kg. Hvergi varð ég var við sérstakan fjárstofn í sýsl- unni, sem bar mikið af öðrum og meiri lilutinn af beztu hrútunum voru aðfluttir eða af aðfluttu kyni. Það vantar alla í'estu í fjárrækt Rangæinga og er mjög hætt við því, að fjárflutningabannið yfir Þjórsá geri enn örðugra um alla viðleitni til kynbóta. Mikið gagn má þó gera með þeim góðu lirútum, sem nú eru til i sýslunni, þótt fáir séu, ef rétt er með þá farið. Það þarf að nota þá handa beztu ánum og ala mikið upp út af þeim. Áliugi Ragnæinga fyrir sauðfjárrækt virðist fara vaxandi og má því vona að árangur af kynbótastarl'- semi þar í sýslu aukist. Ég óttast að aðal orsök þess, hve fé er afurðalítið og rýrt í Rangárvallasýslu og

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.