Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 50

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 50
150 B Ú N A Ð A R R I T víða sunnanlands, sé vanfóðrun fjárins í einhverri mynd. Féð hefir eklti nógu gott lífsviðurværi, a. m. k. einhvern hluta ársins, ef ekki alla tíma árs. Er of þröngt í högum á sumrin eða er féð vanfóðrað á vetr- um, og ef svo er, er það þá tekið of seint á gjöf á haustin eða því sleppt of snemma á vorin? Þetta o. fl. þarf ýtarlegra rannsólcna við, því að kynbætur einar koma að engu liði, ef urn næringarskort væri að ræða, sem hindraði eðlilega ])roskun fjárins. V estur-Skaf taf ellsýsla. Tafla D. sýnir hvaða hrútar fengu I. verðlaun í Vestur-Skaftafellsýslu. Allmargir ágætir hrútar voru þar sýndir. í Hvammshreppi fékk þriðji hver hrútur 2ja vetra og eldri I. verðlaun. Er það óvenjulega glæsi- leg útkoma á sýningu, þar sem mikill meirihluti hrút- anna í hreppnum eru sýndir. Á sýningunni 1934 fengu 5 hrútar í Hvammshreppi af 33 fullorðnum fyrstu verðlaun en nú hlutu 15 af 44 fyrstu verðlaun. Er það mikil framför. Níu af fyrstu verðlauna hrútunum í Hvammshreppi eru af Kleifakyni. Þeir eru flestir komnir af Ólafsdals- stofninum frá Guðmundi í Núpstúni í Hrunamanna- hreppi, en sumir frá Ósi í Steingrímsfirði eða blend- ingar af þessum stofnum (Tafla D). Þessir hrútar eru flestir mjög góðar kindur og hafa reynzt ágætlega þar, sem þeir hafa verið notaðir. Sú reynsla nær að vísu yfir svo fá ár, að enn er ekki rétt að fullyrða um, hve varanlegt gagn þeir gera Mýr- dælingum og öðrum Skaftfellingum. Það er samt allt útlit fyrir að þessi kynblöndun auki mjög holdgæði og arðsemi fjárins án þess að veikla ])að eða spilla því á annan hátt. Blettur Jóns í Suður-Vík var bezti hrúturinn á sýn- ingunni í Vik og jafnframt hezti hrúturinn í sýsl- unni.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.