Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 53

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 53
BÚNAÐARRIT 153 Óvíða hefi ég' séð skemmtilegri kindahóp en koll- óttu fyrstu verðlauna hrútana í Vík. Nokkrir hrútar frá Suður-Vík fengu I. verðlaun í öðrum hreppum sýslunnar (Tafla D.); Skjöldur Þorsteins í Höfðabrekku er ágæt kind. Fleiri ágæta hrúta mætti nefna eins og Hnífil í Þykkvabæjarklaustri, Seglbúðahrútana. Öræfing í Kálfafellskoti o. fl. Margir hrútar í V.-Skaftafellssýslu voru mjög rýrir, einkum í Meðallandi og í Álftaveri. Framfarir í fjárrækt hafa þó orðið allmiklar sið- ustu árin einkum í Mýrdalnum. Tveggja vetra hrútar og eldri, sem sýndir voru í sýslunni 1934, vógu þá að meðaltali 71,4 kg en nú vógu hrútar á sama aldri 76,1 kg. Veturgamlir hrútar vógu að meðaltali 1934 aðeins 56,6 kg en nú 62,9 kg. Virðast því framfarir hafa orðið meiri í V.-Skaftafellsýslu en í Rangárvalla- sýslu á þessu tímabili.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.