Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 54

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 54
Nýræktin og mælingamennirnir. Eftir Guðmund Jónsson. í fyrxa hefti Búnaðarritsins þetta ár er birt útvarps- erindi uni nýrækt eftir Ásgeir L. Jónsson vatns- virkjafræðing. Er það á margan hátt þörf hugvekja til þeirra, er við ræktunarmál fást og hvetjandi í þá átt að vanda betur nýræktina en gert hefir verið, einkum hvað framræslu snertir. Um fyrri hluta er- indisins skal lítið rætt hér. Ég vil aðeins benda á það, sem ég raunar veit, að Á. L. J. er vel ljóst, að stærð túnanna er mjög svo óábyggilega talin í hagskýrslum, og verða því áætlanir um uppskeru túnanna fyrr og síðar nokkuð í lausu lofti. I öðru lagi vil ég láta í ljósi þá skoðun mína, að jafnhliða vöntun á fram- ræslu mun áburðarskortur vera tíð orsök þess, að nýræktir misheppnast og gefa rýra uppskeru, þegar fram í sækir. Ég hefi veitt því athygli, bæði hér á Hvanneyi’i og allvíða annars staðar, að nýræktir spretta engu betur úti við slcurðina en inni á miðjum landspildunuin og að votlendisgróður finnst ekki eða mjög lítið, en samt er uppskeran lítil. Undir slíkum kringumstæðum er ástæða til að ætla, að um áburðar- skort sé að ræða. Þessi ummæli mega á engin hátt skoð- asl svo, að ég telji ekki víða vöntun á framræslu við ný- yrkju hér á landi. En ég lít svo á, að áburðarskortur sé víða mjög mikilvægur þáttur í því, að nýi’æktir mis- heppnast. Bændur þurfa því í hverju einstöku tilfelli að gera sér Ijóst, af hverju xnistökin orsakast. Sé ný-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.