Búnaðarrit - 01.06.1940, Blaðsíða 61
Jarðabæturnar
og störf trúnaðarmanna.
Eftir Steingr. Steinþórsson.
í fyrra hefti þessa árgangs Búnaðarritsins birt-
ist erindi um nýrækt eftir Ásgeir L. Jónsson, vatns-
virkjafræðing. í þessu hefli birtist svo grein eftir
Guðmund Jónsson, kennara á Hvanneyri, sem hann
nefnir nýræktin og' mælingainennirnir. Það er mjög
gott að fá l'ram umræður um ræktunarmálin. Grund-
völlur þess, að landbúnaður okkar standi traustum
fótum og sé sá öruggi atvinnuvegur, er skapi kjöl-
festu fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum, er að jarð-
ræktin sé í lagi. Þess vegna er það eitt liið mesta
alvörumál að koma henni i sem bezt horf. Það er
þess vegna vel farið, þegar lærðir menn og reyndir
um jarðrækt, bæði hérlendis og erlendis, eins og þeir
Ásgeir og Guðmundur eru, taka einhverja þætti þessa
vandasama viðfangsefnis til meðferðar og rökræða
það.
Eg vil með örfáum orðum leggja orð í belg um
þetta efni. Verða það sumpart athugasemdir við nokk-
ur atriði í erindum þeirra Ásgeirs L. Jónssonar og
Guðmundar Jónssonar, en sumpart til þess að undir-
strika enn betur ýmislegt, varðandi ræktunarmálin
og framkvæmd jarðræktarlaganna á svipaðan liált og
kemur fram í ritgerðum þeirra Á. L. J. og G. J.
Þegar felldir eru þungir dómar uin ræktunar-
menningu íslenzkra bænda og gert mikið úr því,
hversu raiklir skussar þeir séu almennt í allri jarð-