Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 65

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 65
BÚNAÐARRIT 1(55 benda á þau víli til varnaðar, og er ég Á. L. J. þakk- látur fyrir að hafa gert það. En hins liefi ég orðið var, að ýmsir menn, sem Iítið þekkja til í sveitum og eru glöggir á að telja eftir það fé, sem þangað fer, hafa tekið þessari grein fegins hendi. Þeir telja ummæli Á. L. J. sönnun þess, að öll nýrækt i sveitum sé að mestu ónýtt verk. Bændur hafi hirt styrkinn, ekki til þess að lcoma upp arðsömu og góðu túni og Ieggja þannig grundvöll að bættum búrekstri, heldur hafi hann orðið að eyðslueyri þeirra. Nú veil ég að Á. L. J. meinti þetta alls ekki með ummælunum i grein sinni, enda skýrt tekið fram af honum, að sums staðar sé ræktunin í prýðilegu lagi. Enda er það hinn herfileg- asti misskilningur, ef almenningur fengi þá hugmynd um þelta, að öll nýrækt síðustu ára væri hálfónýt. Því er betur, að mikill meiri hluti af ræktunarfram- kvæmdum síðustu ára eru sæmilega gerðar og all- mikill hluti þeirra mjög góður. Þótt benda megi á all- mörg einstök dæmi úr öllum byggðarlögum landsins, þar sem lierfileg mistök liafa átt sér stað. Gagnvart þeim bændum, sem þannig hefir mistekizt, á gagn- rýni Á. L. J. heima og þarf að endurtaka hana hvað eftir annað, þangað til úr er bætt. Ég hefi hér að framan hent á það, hvernig algerð eyða varð í jarðræktarmenningu þjóðar okltar á um- liðnum öldum. Þegar bændum voru opnaðir mögu- leikar til þess að fá allriflegan styrk lil jarðræktar- framkvæmda með setning jarðræktarlaganna 1923, varð algerð bylting á þessu sviði. Mörg þúsund bænd- ur, sein elckert höfðu fengizt við ræktunarstörf, hóf- ust handa. Þessir nýliðar í jarðrækt, urðu að miklu leyti að þreifa sig áfram, þvi að þótt Búnaðarfélag ís- lands ætti nokkrum ágætum mönnum á að skipa, til leiðbeininga, voru engin tök á að ná til jafn margra, og þarna áttu hlut að máli. Trúnaðarmennirnir, sem annast áttu mat og úttekt jarðabóta, gátu alls ekki ll2

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.