Búnaðarrit - 01.06.1940, Blaðsíða 67
BÚNAÐARRIT
167
er þó það, að hændur eru nú, í gegn um ræktunar-
framkvæmdir siðustu ára, smátt og smátt að öðlast
skilning á því, hvers virði það er að rækta vel. Það
er að verða breyting á hugsunarhætti bænda i þessum
et'num. Þeir hafa margir hverjir, eins og Á. L. J„
komið auga á þau mistök, sem orðið hafa allvíða í
jarðræktinni. Og þeir hafa lært af því. Þeir eru að
öðlast nýja jarðræktarmenningu. Ég hefi orðið var
við það í viðlali við fjölmarga bændur úr öllum byggð-
arlögum landsins, að þeim er að verða ljós nauðsyn
þess að vanda ræktun sína sem bezt. Þeir vita að
það, sem nú er framundan í þeim efnum, er öllu
fremur að bæta rælctun túnanna, heldur en stækka
þau. Af því ég veit hvernig hugsunarháttur bænda er
að breytast, er ég elcki eins svartsýnn á ræktunar-
framkvæmdir komandi ára og mér virðisl Á. L. J.
vera. íslenzkir bændur hafa margt og mikið lært síð-
ustu 20 árin á þessu sviði. Þeir eiga margt ónumið
enn, það skal viðurkennt, en viðhorf þeirra og skiln-
ingur á því að ræktun beri að vanda hefir glæðst svo,
að ég tel hæpið, að sanngjarnt sé að búast við meiri
árangri á svo skömmum tíma.
Einhver mestu mistök við setningu jarðrælctarlag-
anna í fyrslu var það, hve framræslan var lítið styrkt
á móts við jarðvinnsluna. Þar var ekkert eðlilegt hlut-
fall á milli. Þetta var því ranglátara, þegar þess er
gætt, að þeir, sem ekki höfðu annað túnstæði en forar-
hlautar mýrar, voru margfalt verr settir hvað rækt-
unarskilyrði snertir, en hinir, sem gátu tætt þurra,
frjóa vallendismóa og þurftu engu til framræslunnar
að kosta, eins og þó er all algengt í ýmsum byggðar-
lögum. Þessi mistök hai'a átt stórfelldan þátt í því
liversu víða hefir verið vanrækt að ræsa túnstæðin
nægilega. Þegar jarðræktarlögin voru endurskoðuð
1936, fékkst dálítil lagfæring á þessu, en þó ekki svo
að við sé hlítandi. Nú eru jarðræktarlögin í endur-