Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 75

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 75
BÚNAÐARRIT 175 Ber jafnan meira á frostskemmdum í lægðum en á hæðunum umhverfis. Iíalda loftið liggur í lautunum. Nætur voru oft kaldar í maí, en samt var meðalhiti xnánaðarins yfir meðallag. September var óvenju svalur, með næturfrostum nokkrum sinnum. Munurinn á uppskeru aliri þessi tvö ár er geysi- mikill. Til samanburðar set ég hér uppskerutölur nokkurra kartöfluafhrigða, sem reynd voru bæði árin í garði Atvinnudeildarinnar hér í Reykjavík: Uppskera í tn. af lia Tegund: 1940 1939 Áskartafla (Aspotet) ....................... 216 440 Akurblessun (Ackersegen) ................... 202 430 Alpha ...................................... 200 430 Sagerud .................................... 190 287 Stóri Skoti ................................ 192 333 Arran Banner ............................... 185 362 Gullauga ................................... 183 304 Rogalandsrauöur ............................ 180 342 Eyvindur (Kerrs Pink) ..................... 175 410 Deodara .................................... 175 376 Webbs ...................................... 160 330 Jubel ...................................... 155 333 Jórvíkurliertogi (Duke of York) ............ 150 304 Puritan .................................... 148 296 Rauðar íslenzkar ........................ 136 400 Ducker ..................................... 104 171 Taflan sýnir glöggt árferðismuninn. Munar víðtt um helming á uppskerunni eðtt jafnvel meira eins og t. d. hjá rauðu íslenzku kartöflunum. Þar er margt undir grösum og uppskeran verður mikil í góðum árum. En afbrigðið er seinvaxið og gefur litla up]i- skeru og smávaxna í köldu árferði. Síðvöxnu af- brigðin, Áskartafla, Akurblessun og Alpha hafa sýnt mesta eftirtekju hér eins og' undanfarin ár. En nauð- synlegt er að leggja þær snemma til spírunar, á undan öðrum afbrigðum. Hafa margir brennt sig á því að setja þær niður lítt spíraðar og hafa svo fengið lé-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.