Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 78

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 78
178 BÚNAÐARRIT Kartöflubjalla, lirfa og púpa, stækkuð um helming. brenna allan slíkan úrgang og varast að nota erlendar kartöflur til útsæðis. Nauðsynlegt er að allir þekki kartöfliibjölluna, ef hún kynni að berast hingað, — og tilkynna tafar- laust til Atvinnudeildarinnar eða Búnaðarfélagsins, ef hún finnst. Kartöflubjallan er fremur breiðvaxin og um 10 mm á lengd. Hún er gul með svörtum röndum eflir endilöngu að ol'anverðu, og þess vegna injög auð- þekkt á litnum. Lirfan er blóðrauð eða rauðgul með svörtum blettum á liliðunum og framan til á bakinu. Er lirfan gildvaxin og klunnaleg með fótum framan til. Púpan lifir í jörðu og er rauðleit á litinn. Bæði lirfurnar og bjallan sjálf eta kartöflugrasið til stór- skemmda. í káli og rófum var kálmaðkurinn skæður eins og undanfarin ár. Drepur hann t. d. mestallt blómkál þar, sem hann fær að vera óáreittur. En sem betur fer, tekst æ fleirum að verja kálið fyrir honum. Tvær til þrjár vökvanir á sumri, með súblimatvatni eða Carbókrimpblöndu, þegar egg kálflugunnar sjást, liafa reynzt nægileg vörn. Eggin eru í moldinni við kálstönglana og eyða lyfin þeim, en vinna naumast á fullvöxnum möðkum. Vökvunartíminn fer eftir varp- tíma kálflugunnar, en hann fer eftir veðrállu. Verpti flugan t. d. talsvert fyrr í fyrra en í sumar. Var nú mest um eggin 7.—12. júlí hér í Reykjavík. í skjól- góðum smágörðum er henlugt að nola tjörupappa- plötur, sem smeygl er utan um stofn káljurtanna

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.