Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 19
Hlín
17
Heimilisiðnaðarfjelag Bólstaðahltðarhrepps
i Húnavatnssýslu.
Fjelagið var stofnað 15. febrúar 1927. Tilgangur
þess er að efla heimilisiðnað í sveitinni, vinna líknar-
störf eftir mætti og gleðja fátæk börn fyrir jólin.
Fimm heimilisiðnaðarsýningar hefur fjelagið haldið,
fimm fyrirlestrar hafa verið fluttir af utansveitar-
mönnum: Jónasi lækni Kristjánssyni, Birni Guðmunds-
syni, skólastjóra á Núpi, síra Tryggva Kvaran, Gísla
bónda Magnússyni í Eyhildarholti og Pjetri Sigurðs-
syni, Reykjavík. Ennfremur flutti frú Aðalbjörg Sig-
urðardóttir erindi hjá okkur, er hún var á vegum
kvenfjelagasambandanna í Austur- og Vestursýslunum,
en við höfum verið í Sambandinu, síðan þaö var stofn-
að.
Þá hafa þeir síra Gunnar Árnason á Æsustöðum,
Klemens bóndi Guðmundsson í Bólstaðahlíð og Bjarni
Jónasson, kennari í Litladal, flutt erindi fyrir fjelagið.
Átta almennar samkomur hafa verið haldnar. — Þá
hefur hin ágæta garöyrkjukona, Lilja Sigurðardóttir
á Víðivöllum í Skagafirði, verið fengin til að fara um
fjelagssvæðið til að leiðbeina í trjá- og blómarækt.
Vorið 1932 komum við upp vermireit, í hann sáði
Lilja, og plöntunum var skift milli fjelagskvenna. Frá
Sambandinu fengum við kr. 25.00, sem gekk upp í
kostnaö viö leiðbeiningu garðyrkj ukonunnar. — Fje-
lagið hefur látið úti kr. 812.00, en á í sjóði kr. 250.00.
E. G.
Kvenfjelagið „Von,“ Dyrhólahreppi, Vestur-
Skaftafellssýslu.
Fjelagið var stofnað í marsmánuði 1929 af 6 kon»
um, og helst sú fjelagatala enn.
2