Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 111
HUn
109
Gulrófur, súrsultaðar.
1 kg. gulrófur, hreinsaðar.
15 gr. heilt engifer eða nokkrir negulnaglar.
% 1. vatn.
4 dl. sultuedik.
0.8 kg. sykur.
Rófurnar eru skornar í teninga (á stærð við ananasteninga),
teningarnir látnir í pott og vatni helt á, svo aðeins fljóti yfir.
Þetta er soðið þar til teningarnir eru liálfsoðnir, þá er vatnið
síað frá, tekinn V2 1. af því, og negullinn eða engiferið soðið
í nokkrar mínútur, þá er edikið og sykurinn látið út í, þetta
látið sjóða þar til sykurinn er uppleystur, froðan er vandlega
tekin ofanaf. Þá eru gulrófuteningarnir látnir ofan í og soðn-
ir þar til þeir eru rauðir og' meyrir í gegn, ef prjón er stung-
ið í þá. Þeir eru færðir upp í krukkur eða glös, en sósan er
soðin áfram í 10 mín. og síðan helt yfir teningana. Bundið
yfir krukkuna vandlega, þegar kalt er orðið. — Gulrófusultan
þarf að standa nokkra daga, áður en hún er notuð. — Er
höfð með steiktu kjöti.
Gulrófur má einnig nota í stað sukkats. Þá eru teningarn-
ir teknir upp úr leginum, og hann vandlega þurkaður af,
sykri stráð yfir og undir og þetta látið þorna nokkra daga.
Gulrófur má líka nota í sultu með öðrmn ávöxtum til drýg-
inda, t. d. með rabarbara, berjum, rauðrófum, aprikósum,
fíkjum o. s. frv,
Gulrófur má sömuleiðis nota í marmelade. Þá eru rófumar
skornar í flísar eða ræmur og sítrónur eða uppleyst sítrónu-
sýra soðið með ásamt sykrinum og soðinu af rófunum.
G.
Prfónaðar dbreiður.
Ritstjóri »Hlínar«, sem er svo fundvís á alt, sem heima er
unnið, hefur óskað eftir nokkrum línum frá mjer um prjóna-
ábreiðurnar, sem jeg hef unnið talsvert af nú upp á síðkastið.
Það er í rauninni ekkert nýtt að prjóna ábreiður, það hefur
mikið verið gert að því að prjóna ullarábreiður í höndunum
hjer á landi og voru þær notaðar yfir rúm í baðstofum. Þær
hafa mjer alltaf sýnst hlýlegar og laglegar og taka langt
fram ljereftsábreiðunum, sem margir eru farnir að nota nú,
en sem eru bæði ósmekklegar og óþjóðlegar og sjerstaklega