Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 113
Hlín
111
Tóvinnusamtök
í Nauteyrarhreppi í ísafjarðarsýslu. '
Búnaðarfjelagið kaus þriggja manna heimilisiðnaðarnefnd 1
hreppnum s. 1. ár: Sigurveigu Jónsdóttur á Nauteyri, Jakobínu
Þorsteinsdóttur á Rauðamýri og Jón H. Fjalldal á Melgraseyri.
Nefndin hafði um 200 kg. af ull til umráða, sem hún ljet
kemba en spunavjel tók svo við og var unnið að spuna í 7
vikur og spunnið um 130 kg. af bandi og alt tvinnað á vjelina.
Þrír lærðu að spinna. Æfður spunamaður var fenginn til að
kenna, Benedikt Grímsson frá Kirkjubóli í Strandasýslu. —
Prjónastofa með 3 mismunandi prjónavjelum var starfandi í
3 mánuði (frá miðjum jan. til miðs apríl). Æfð prjónakona,
Emelía Vigfúsdóttir, var fengin frá Reykjavík, annaðist hún
tilsögn og starfsemi prjónastofunnar. Nemendur voru 4. 369
munir voru prjónaðir, alt nothæfir og þarflegir hlutir. —
Telja þeir, sem vit hafa á, að varan sje smekkleg að lit og
lögun og vönduð að öllum frágangi.
Vjer teljum að starfsemi sem þessi sje undirrót að eflingu
heimilisiðnaðar í iandinu og að sveitirnar þurfi að vera þar
brautryðjendur.
Heimilin, sem höfðu námsskeiðin, Nauteyri og Rauðamýri,
hafa, að kunnugra sögn, unnið að þessu máli meira og minna
í allan vetur af miklum dugnaði og ósjerplægni, og eiga skilið
þakklæti allra heimilisiðnaðarvina.
ÚR BRJEFUM.
Úr Islendingabyg&um í Ameríku er skrifaö: — Jeg hafði
gaman af að lesa grein frú Elínar Briem Jónsson í 3>Hlín«
um notkun ullar. Jeg þarf að segja þjer frá því, að við hjer
vestra notum ullina einmitt eins og hún ræður til. Jeg er
búin að eiga ullarmadressu um 20 ár, fóru í hana 45 pund af
hreinni ull. Bóndi hjer býr þær til, en við kembum ullina í
stólkömbum og færum honum. Hann kaupir besta ver (boldang)
og eru madressur þessar bæði hlýjar, sterkar og fallegar.
Eins prjónum við rekkvoðir, tengdasystir mín er búin að
búa til 3 eða 4. Jeg á eina frá Betel, sem vjer var gefin, og
líkar hún vel. — Ullarstoppteppi gerum við einnig. Kvenfjelög
okkar búa þau til og selja til tekna fyrir fjelögin. 2—3 pund
af ull fer í hvert teppi.