Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 48
46
Hlin
er að vísu gott og blessað, þegar út í það er komið,
en betra væri að byrgja brunninn áður en barnið er
dottið ofan í, betra væri að halda heilsunni óspiltri.
Náttúran er hjer góður leiðarvísir, fylgdu menn ráð-
um hennar, færi oft öðruvísi.
Hvernig á jeg þá að varðveita heilsuna?
Spurningunni er að vísu vandsvarað, en áherslu legg
jeg sjerstaklega á þetta: »Lifðu áhyggjulausu og
reglubundnu lífi, tapaðu ekki barnatrúnni þinni og
sýndu ekki meðbræðrum þínum kala og ójöfnuð, öf-
undaðu þá aldrei, þó þjer sýnist þeir vera betur stæð-
ir en þú í lífinu, eða að einhverju leyti betur settir.
Jeg fullyrði að enginn er öfundsverður, nema ef vera
skyldi sá einn, sem ver kröftum sínum og starfsþreki
í þágu meðbræðra sinna með hlýju og kærleika.
Frá almennu sjónarmiði tel jeg þetta hafa veru-
legt gildi til varðveislu heilsunnar: Gerðu sem ein-
faldastar kröfur til lífsins, lifðu óbrotnu hóflífi, hættu
nýtísku klæðnaði, íslensku nærfötin eru ykkur hollari
— og prjónasokkarnir,. heldur en silkinærföt og silki-
sokkar, sem nú skipa öndvegi meðal æskulýðsins.
Vindlingareykingar, andlitsmál og annar óþarfa
munaður, þarf að hverfa á þessum tímamótum, þegar
þjóðin er að uppgefast undir þeim byrðum, sem kæru-
leysi undanfarandi ára hefur bundið henni á bak.
Jeg vil í þessu sambandi sjerstaklega beina orðum
mínum til hinnar íslensku kvenþjóðar og mælast til
þess af henni, að hún reyni, með sparsemi og kær-
leiksríkri umönnun fyrir æskulýðnum að varðveita
sem best heilsuna og glæða hjá honum löngun til að
vinna ættjörðinni sem mest til gagns og gengis, en
það verður lítið úr því, þegar heilsan er farin. Ef
þetta verður sameiginlegt átak systkinahópsins, karla
og kvenna, sameiginlegt átak heimilanna, þá farnast
öllu vel. — Vinna og reglusemi, ásamt fastri og ein-