Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 31
Hlín
29
sem úr mjólk er unnið. Þá kemur auðvitað fyrst til
greina hreinlæti við mjaltirnar. Sennilega tiðkast það
nú óvíða, að trjefötur sjeu notaðar til að mjólka í, en
ef svo kynni að vera, þá ætla jeg að gefa ofurlitla
skýringu á því, hvernig jeg álít að best sje að þvo
þær. Best er að bursta föturnar úr tveimur köldum
vötnum og bera svo kalkblöndu innan í þær, sem búin
er til á þann hátt, að leskjað kalk er hrært út í köldu
vatni, þannig að það líkist mest þykkri skyrblöndu,
er svo blanda þessi borin innan í föturnar með burst-
anum. Svo eru föturnar látnar standa í 10—15 mín-
útur, síðan eru þær þvegnar vandlega að utan og inn-
an úr vatni, sem verður skollitað af kalki því, sem
sest hefur á föturnar, þá úr tveimur köldum vötnum,
og síðan skolaðar. Best er að þurka þær úti, ef hægt
er.
Blikkfötum er miklu hægara að halda hreinum, best
er að þvo þær úr tveimur köldum vötnum og sjóðandi
vatni á eftir. Ekki er heppilegt að nota sóda til þess
að þvo með blikkílát, því hann eyðir fljótlega þunna
tinlaginu, sem föturnar eru húðaðar með, og er þá
örðugra að halda þeim hreinum á eftir. Gott er að
sjóða föturnar við og við og bursta þær stöku sinn-
um úr sápuvatni.
Skilvinduna þvæ jeg aldrei úr sodavatni, heldur
skola hana fyrst úr köldu vatni og bursta hana síðan
úr vel heitu vatni og skola hana síðast úr heitu vatni.
Ef hún er soðin við og við úr sólskinssápuvatni, helst
hún lengur fögur.
Hitun mjólhwnnnafr og hleyping. Þegar búið er að
skilja mjólkina, er undanrennan hituð upp í 90° C.
Þá er henni ausið upp í blikkílát, svo hún kólni fljótt.
Þegar hún er orðin kæld niður í 45—50° C., má ausa
henni upp í ílát þau, sem á að hleypa hana í, og eru
trjedallar heppilegir til þess. Á vetrum má mjólkin