Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 65
Hltn
63
2 dætur, frú Margrjet á Egilsstöðum, sem áður er
nefnd, og frú Anna, kona sjera Ásmundar, prófasts,
Gíslasonar, á Hálsi í Fnjóskadal. — ólöf missir mann
sinn árið 1870 og býr síðan ekkja með dætrum sínum
þangað til voriö 1879, að hún flytur að Egilsstöðum
með dóttur sinni og tengdasyni, eins og áður er sagt.
— Hún hefur því dvalið að heita má helming æfi
sinnar á Egilsstöðum. Mjer er ókunnugt um, hvernig
ólöf sjálf lítur á æfi sína, en mjer virðist sem henni
hljóti að minsta kosti að vera það ljúft, að líta yfir
og minnast þess tíma. Hvað sem um það er, þá er ó-
mögulegt að minnast svo aldarafmælis hennar, að ekki
sje um leið getið sambands hennar og Egilsstaða-
heimilisins. — Samband hennar og dóttur hennar,
barna- barna og barna-lbarna-barna er eitt hið feg-
ursta, sem jeg hef sjeð á minni æfi. í huga mínum er
það runnið saman við myndina af henni sjálfri og
hefur lagt yfir hana þá fegurö, sem mjer verður ó-
gleymanleg. — Hygg jeg að lengi megi leita til þess
að finna jafn djúpa og sanna ást og virðingu og þá,
sem afkomendur ólafar og tengdaíolk ber til hennar.
Ef til vill ber ekkert ljósari vott um, hver kona hún
er, en einmitt þessi einstaka virðing allra vandamanna
hennar. — í þessu virðist mjer felast hennar mesta
gæfa og stærsti sigur. Maður getur varla varist þeirri
hugsun, að eitthvert samband sje milli þeirrar einstöku
virðingar, sem einn ættliðurinn eftir annan elur í
brjósti til ólafar, og tjáir í verki, og þeirrar giftu,
sem virðist fylgja afkomendum hennar. — Það hlýt-
ur að vera ánægjulegt fyrir hana að renna augunum
yfir heilan hóp efnilegra manna og kvenna, afkom-
enda sinna, sem ekki er ofsagt um, að er einstakt
margt hvað, að atorku og myndarskap. Manni verður
ósjálfrátt að mynnast fyrirheitsins, sem endur fyrir
lönguvargefið þeim,sem heiðruðu föður sinn og móður,