Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 76
74
Hlín
mjer greinagóður fslendingur, nýkominn úr Pinnlands-
för, að þar fengju stúlkurnar í kennaraskólunum ó-
keypis efni í þjóðbúning sinn og tilsögn við að búa
hann til, eftir að þær hefðu lokið við það verkefni,
sem þær eiga að kenna börnunum. (Skólavistin er 4
ár).
Þeim er það ljóst, Finnunum, hver uppeldisleg áhrif
það hefir fyrir þjóðina, að kennarar hennar kunni að
meta þjóðleg verðmæti. (óskandi væri, að kenslukon-
urnar okkar hefðu skilning á þessu atriði, og hjeldu
trygð við þjóðbúninginn íslenska, sem er allra bún-
inga fallegastur).
»Martha-fjelagið«, kvenfjelagasamband Finna, sem
hefur deildir um alt landið, hefur mikið starf á hendi
fyrir heimilisiðnaðinn, gengst fyrir fjöldamörgum
námsskeiðum og sýningum, gefur út blöð og bækur
um það efni o. s. frv.
Heimilisiðnaður Finna, og Svía reyndar líka, er að
miklii leyti einn liður í landbúnaði þeirra og nýtur
fjárframlaga í sambandi við hann.
Svíþjóð.
Heimilisiðnaður Svía er í miklu áliti hjá nágranna-
þjóðunum, enda er hann mjög smekklegur og til hans
vandað á allan hátt. Um langan aldur hefur verið unn-
ið að viðreisn hans og skipulagning, og »pinnastóla- og
plyss«-öldin er löngu um garð gengin á heimilum
Svíanna. Heimili þeirra eru með þjóðlegri blæ en al-
ment á sjer stað á Norðurlöndum.
Svíar hafa lagt mikla áherslu á að almenningur
hefði greiðan gang að góðu og vönduðu efni til handa-
vinnunnar, enda er tvisturinn þeirra t. d. og annað
vefjarefni eitt hið bezta, sem fáanlegt er á markaðin-
um.
Samvinna er fyrir æðilöngu komin á milli heima-