Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 27
Hlín
25
vísindin. Það er liið góða hlutskiftið og þeir eru hepn-
ir, er það velja.
Það mætti í þessu sambandi nefna menn eins og
Isac Newton, Copernicus, Humboldt, Linnaeus, Words-
worth, Liszt, Brahms, Whitman, Carot, Fiske, Tho-
reau, Burbank og Jack Miner. Þessi nöfn og mörg
önnur, nefnum vjer með hinni mestu lotningu, en alt
eru þetta menn, cr fundu hina dýpstu ánægju og lífs-
gleði í að athuga náttúruna og lögmál hennar, og
reistu sjer ódauðlegan minnisvarða, er þeir lýstu fyrir
öðrum hrifningu sinni.
Benedikt Gröndal, einn af okkar djúpvitrustu ís-
lensku skáldum, segir:
»Hví leitar þú í ljósum veizlu-sal
Að lífsins gleði, þar sem hún er fjær.
Hún er þar langt í burt, í djúpum dal,
Þar dögg á smáum eyrar-rósum hlær.
Þar fossinn á við fjalla-gljúfrin tal
Og fjólum vaggar himin-runninn blær.
Þar máninn skín um miðja næturstund
Og mærum geislum slær á haf og grund.
Þar byggir Drottinn, foldar börnum fjær,
Því fimbul-heilög lifir eigi ró
í glaumi manna, gullnum veigum nær,
Þar gígjan deyfir synd, er undir hló.
í einverunnar heim þú fundið fær
Ilið fagra mál, er Guð þjer sjálfur bjó.
Þar máttu hvíla Guðs við góðan barm
Sem glaðast barn á ljúfum móður-arm.«
Það sem vjer fyrst og fremst óskum börnum okkar
til handa, er að þau veröi hamingjusöm. öll okkar bar-
átta við uppeldi þeirra hefur áreiðanlega það augna-