Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 74
72
Hlin
Heimilisidnaður
í nágrannalöndum vorum.
Útva'rpserindi, flutt í íslensku viknmni 1933 af
Halldóru Bjarnadóttur.
Þá er íslenska vikan byrjuð öðru sinni, og væri
gaman að sjá nú gegnum holt og hæðir og fylgjast
með hvað gert er á hverjum stað á landinu til eflingar
þessu framtaki. En af því að við erum ekki enn farin
að sjá svo langt, þá væri æskilegt aö nefndin fengi
nokkrar frjettir af þeirri tilbreytni, sem höfð er til
og frá um landið þessa viku, áhrif hennar síðar meir
á aðrar vikur ársins o. s. frv.
Jeg hef nú tvívegis talað í útvarpið um heimavinnu
hjer á landi, og jafnvel þó það efni sje nær ótæm-
andi, þareð það er mál, sem viðkemur hverju einasta
heimili á landinu, já, hverjum einstaklingi, svo að
segja, þá ætla jeg mjer nú að skýra ykkur nokkuð
frá, hvað aðrar þjóðir, okkur skyldar, gera fyrir .það
mál, og hvernig þær haga starfsemi sinni. ósjálfrátt
verður það jafnan svo, er vjer af sjón eða raun kynn-
umst siðum eða háttum annara þjóða, að við berum
okkar hag saman við þeirra, ekki síst ef um hliðstæð
efni er að ræða.
Það mun vera álit æði margra, sem þcssum málum
eru lítt kunnugir, að hinar stærri og ríkari þjóðir, sem
eru komnar langt áleiðis í allskonar verksmiðjuiðnaði,
kunni ekki að meta heimilisiðnaðinn og leggi lítið í
sölurnar fyrir hann, en það er alt öðru máli að gegna.
Þær viðurkenna, engu síður en hinar smærri þjóðir,
menningarlegt, siðferðislegt og efnahagslegt gildi hans,
bæði fyrir einstaklinginn og þjóðarheildina.