Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 12
10
Hlin
haldsnáms í saumaskap og vefnaði, báðum saman eða
sitt í hvoru lagi eftir ástæðum, í góðum mentastofn-
unum í nágrannalöndum vorum og auglýsa eftir um-
sækjendum með ákveðnum fyrirvara«.
Þá skýrði frummælandi frá því í stórum dráttum
hvernig ástandið væri í heimilisiönaðarmálum hjer á
landi og taldi áhuga vaxandi í þeim efnum og handa-
vinnu mjög aukna í sveitum landsins, en í bæjum og
kauptúnum væri hún • hvergi nærri svo mikið notuð
sem annarstaðar á Norðurlöndum, en þar hefur tísk-
an gengið í lið með handavinnunni, en hún er áhrifa-
mikill aðili sem kunnugt er.
Þá skýröi H. B- frá starfsemi Heimilisiðnaðarfje-
lags íslands í Iieykjavík og drap í því sambandi á
stofnun og starfsemi Heimilisiðnaðarfjelags Norðu)--
lands, sem á tímabili hefði unnið með góðum árangri
á Akureyri.
Um heimilisiðnaðarmálin urðu allfjörugar umræð-
ur og snerust þær einkum um endurreisn Heimilisiðn-
aðarfjelags Norðurlands.
Svohljóðandi tillaga var borin fram af Elísabet
Friðriksdóttur og var hún samþykt:
»Fundurinn álítur heppilegt að Heimilisiðnaðarfje-
lag Norðurlands á Akureyri verði endurreist og það
haldi uppi námsskeiðum í saumaskap og vefnaði þareð
engir skólar eru fyrir hendi í þesskonar iðngreinum«.
Tillaga kom fram frá Ingibjörgu Eiríksdóttur um
að skipa 5 manna framkvæmdarnefnd, er vinni að því
að endurreisa Heimilisiðnaðarfjelag Norðurlands. Var
sú tillaga samþykt. — Kosningu hlutu: Elísabet Frið-
riksdóttir, Magnúsína Kristinsdóttir, Helena Líndal,
Sveinbjörn Jónsson á Knararbergi og Jón Jónatans-
son, járnsmiður.
Húsmæðrafræðsla: Framsögu hafði Helga Krist-
jánsdóttir, Hjalla. Ræddi hún málið á almennum