Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 32
30
Hlín
ekki vera kaldari en 40° C., þegar hún er hleypt, en
á sumrum 38—40° C. Þó má taka tillit til þess, hvort
heitt eða kalt er í mjólkurhúsinu.
Til þess að hleypa mjólkina er notaður þjetti, sem
búinn er til á þann hátt, að vel sýjað skyr, frá degin-
um áður, er hrært út í kaldri nýmjólk, mjólkinni er
bætt smátt og smátt út í, þar til þjettinn er orðinn
svo þunnur, að hann samlagast vel mjólkinni í dall-
inum. Um leið og þjettinn er látinn í dallinn, er hrært
vel í. i 25 1. af mjólk er hæfilegt að nota 30—40 gr.
af skyri og tæpa teskeiö af góðum, íslenskum hleypi,
en sje hann ekki til, þá 4—5 dropa af ostahleypi. Þeg-
ar búið er að hræra vel í dallinum, er hann byrgður
með trjehlemm og lagður yfir hann dúkur. Eftir 2—3
tíma á að vera hlaupið í dallinum, þannig að hægt sé
að skera í hlaupið, en það er gert á þann hátt, að tví-
settur krossskurður er skorinn í hlaupið með blaði,
sem nær til botns í ílátinu. Hlemmurinn er síöan lát-
inn yfir aftur og sömuleiðis dúkurinn, ef kalt er. Síð-
an er hlaupið látið standa 1—2 tíma, og ef hæfilega
snemma hefir verið skorið í hlaupið, þá á mysan að
vera komin ofan á eftir þann tíma. Sje hlaupið orðið
stint, má taka bæði hlemm og dúk af, en sje svo ekki,
þá er hlemmurinn látinn vera lítið eitt lengur yfir.
Svo er hlaupið látið standa í dallinum til næsta dags.
Sýjan. í skyrsýjuna hef jeg notað java, en þar sem
það er nokkuð dýrt efni, mætti vel nota það efni sem
er í venjulegum haframjölspokum. Grindin, sem er í
lögun líkt og trog, er búin til úr trje með rimlum í
botninum, stærð /2 m. á lengd og breidd, dýpt 18—
20 cm. Annars miðast stærð grindarinnar við skyr-
magnið.
SJcyrið sýjað. Grindin er látin yfir ílát það, sem
mysan á að sýjast í, bala eða tunnu, sýjan breidd yf-
ir grindina og hlaupinu ausið á, er það svo látið bíða