Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 41
Hlin
39
Vafalaust getur kvenfólk, einkum ungar stúlkur,
verið meira úti, en það gerir. Jafnmikil verkaskift-
ing og nú tíðkast mill karla og kvenna er engin nauð-
syn. Auk þess nota stúlkurnar ekki frístundir sínar
til útivistar eins og þær gætu. Það vill brenna við,
að farið sje í næsta hús eða á næsta bæ. og setið inni
þar. Því þá ckki, að ungu stúlkurnar stofni sjer úti-
fjelög og íþróttafjelög við sitt hæfi? — Samt verður
innivinna kvenna alltaf mikil í okkar landi, og ein
mesta nauðsyn okkar þjóðfjelags er, að hún fari fram
í skilningi á þesum hlutum og við sem besta hollustu-
hætti. Þarna er mörgu ábótavant. Aðaldvalarstaðurinn
— eldhúsið — er víða þröngt og dimt. Stofur víða
fyltar af hlutum, sem eru óþverri, frá heilsufræðsl-
unnar sjónarmiði, svo sem veggteppum, borðreflum
og gólfábreiöum, að ósleptu því versta, að með kongu-
lóariðni er ofið fyrir alla glugga, það eru villigötur
og bernskubrek okkar uppvaxandi heimilisiðnaðar. —
Sólina fá allir sama verði,en nota misjafnt. Sumstaðar
er sú litla gluggarifa, sem óskýld er látin, fylt með
moldardöllum með hálfdauðu grasi í, er minnir á
höndina beiku og brjóstið veika, sem að þessu hlúir.
Viö fórnum berklunum á þriðja hundrað mannslíf-
um á ári. Árið 1931 (síðasta ár, er skýrslur hafa birst
um), bættust okkur 740 nýir sjúklingar og var með
minna móti þaö árið. Margir voru fyrir, flestir þó
þeir sem smitaðir voru og búa við meira og minna
heilsutjón af völdum berlda.
Um einni miljón króna ver nú ríkissjóður á ári til
'styrktar berklaveikum, er á sjúkrahús fara. Flestir
eru heima. Þeir og þeirra bera kostnaðinn þar. Iivað
kostar Hafliði allur í því, sem þó er öðru minna vert
— í peningum?