Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 63
61
HÍÍn
hvað, sem ekki hefur verið betra, eða þá enn verra.
Hún hefur sjeð það allt dynja yfir, líða hjá og lækn-
ast, og hún veit, að svo muni enn verða. — En maður
kemst brátt að raun um, að hún horfir ekki á slíka
viðburði meö kaldri ró, því ekki er annað meira áber-
andi í skapgerð ólafar, en djúp og einlæg samúð með
öllum, sem á einhvern hátt þjást og eiga bágt.
Samræðurnar snúast oft um hinar miklu breyt-
ingar, sem orðið hafa á rslandi, nær því á öllum svið-
um þjóðlífsins seinasta mannsaldurinn. Hún finnur
það glögt og skilur, fyrir hennar sjónum er bylting-
in ennþá meiri, hún hefur sem sje sjeð og lifað upp-
haf þessarar mestu breytingar, þ. e. myndun og vöxt
kaupstaða og bæja í sínum landsfjórðungi, því þar'
sem nú eru blómlegir bæir og þorp, hefur hún í æsltu
sjeð eitt eða fleiri verslunarhús danskrar selstöðu-
verslunar og sumstaðar ekki einu sinni það.
Annað, sem gesturinn verður brátt var í samræö-
unum við ólöfu, er það að enginn þessa ókunna fólks,
sem ef til vill er þó sitt af hverju landshorni, er henni
að öllu ókunnugt. Hún þekkir ef til vill ekki fólkið
sjáft, en varla fer hjá því, að hún kannist ekki við,
hafi þekkt eða heyrt talað um einhvern ættingja
þeirra eða langfeðgin. Mjer þykir sennilegt að henni
þyki skrítið, eða jafnvel óviðfeldið, að tala við fólk, er
hún veit engin deili á. Hún er sem sje ættfróð kona og
líklegast er, að hún viti ekki aðeins hvað forfeður
gestanna hjetu, heldur kunni um þá einhverjar sagn-
ir! — Hún segir skemtilega frá, og þó hispurslaust,
eins og þeim sæmir, sem eru langminnugir og fjöl-
fróðir. Dómar hennar og umsagnir um menn og mál-
efni eru oft býsna skemtilegir, skarpir, stuttorðir og
gagnorðir. Allt tal hennar ber vott' um, að hún á í
ríkum mæli það, sem kallað er heilbrigð skynsemi. —
Má á öllu sjá, hverrar skólagöngu hún hefur notið.