Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 35
Hlín 33
Nú getur farið á ýmsa vegu um uppskeruna, og
virðist þarna fara einkum eftir þrennu:
1. Hve lengi smitberinn var börnunum samtíða.
2. Hve áköf smitunin var, þ. e. hve krökt var af
berklum í hrákanum.
3. Hve mótstöðumiklir þeir voru, sem fyrir urðu.
Hún getur orðið svona: Eftir nokkrar vikur eru
yngstu börnin dáin úr heilaberklum. Hin eldri og
unglingar liggja með hita og rjetta við í bráð eða
lengd. Ungt fólk og fullorðið veikist ekki mei'kjanlega
strax, en stundum eftir mánuði eða ár, sumt aldrei,
m. k. ekki svo að talið sje, að það sje berklaveikt, en
upp úr þessu dregst það með ýmiskonar vanlíðan og
dauft útlit, margt hvað. Heimili þetta er orðið »berkla-
heimili«. Það er það síðan kynslóðir fram, og þau
heimili, sem af því vaxa. Ef til vill tvísti-ast þessi
fjölskylda. Veikindi ræna þreki, kostnaður fellur á,
efni ganga til þurðar. Berklaveikin er flestu öðru
stórvirkari í því að sundra heimilum. Hún sáir sjer
út um leið.
Svona illa þarf nú ekki að fara, þó smitandi sjúk-
lingur, sem enginn grunar, dvelji á heimili, það get-
ur verið að enginn deyi í bráð, og jafnvel að enginn
sýkist í bráð, merkjanlega. En eitt sýnist víst: Því
yngri, sem maðurinn er, þegar hann smitast, því hætt-
ara er honum. Undantekningar eru tíðar, en það eru
samt undantekningar. Ungt barn getur sloppið við að
sýkjast, en fertugur maður kastast niður. Trúlegt er,
að þá hafi hinn eldri meira verið með hinum sjúka,
eða af einhverjum ástæðum verið tiltölulega veilli
fyrir.
Eins og margir vita er til aðferð til þess að prófa,
hvort menn hafi einhverntíma smitast af berklum.
Vafalítið mundi alt heimilisfólkið þarna reynast smit-
3