Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 17
HUn
15
Skýrslur frá fjelögum.
Samband borgfirskra kvenna.
er nú þriggja ára gamalt, ef talið er frá hinum eigin-
lega stofnfundi, þá er lög voru samþykt og stjórn kos-
in. En ári áður hafði verið haldinn undirbúningsfund-
ur og stjórn kosin til bráðabirgða.
Sambandið var stofnað með aðeins fjórum kvenfje-
lögum: á Akranesi, í Borgarnesi, í Reykholtsdal og í
Hvítársíðu. Síðan hafa þrjú fjelög bæst í Sambandið,
svo nú eru fjelögin sjö, er Sambandið mynda, sex í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og eitt í Hnappadals-
sýslu-
Eins og gefur að skilja er starf Sambandsins smátt
enn sem komið er. Þó ferðaðist formaður Sambands-
ins, Svafa Þórleifsdóttir á Akranesi, um sambands-
svæðið sumarið 1932 að tilhlutun S. B. K. í því skyni
að hvetja til stofnunar nýrra fjelaga og efla Samband-
ið. — Ennfremur hefur Sambandið styrkt verkleg
námsskeið á Akranesi, bæði 1932 og 1933. Húsmæðra-
námsskeið voru haldin bæði árin frá 1. okt. til jóla.
Námsskeiðin sóttu hvort árið 14 stúikur. Kennari var
Soffía Skúladóttir frá Odda.
Það er enginn efi á, að námsskeið sem þessi geta
haft mikla þýðingu fyrir þær stúlkur, sem ekki geta
sótt húsmæðraskóla, enda ættu ílestar stúlkur að geta
veitt sjer að sækja slík námsskeið, ef þær þurfa ekki
langt að fara til að sækja þau. Þessi námsskeið reynd-
ust námsmeyjum svo ódýr, að skólagjald þeirra fór
ekki fram úr 100,00 — eitt hundrað krónum — fyrir
allan tímann, og höfðu þær þó alt fæði sitt þarna á
meðan námsskeiðin stóðu yfir- Það er ekki lítils vert,
að ungar stúlkur kynnist því, að matur þarf ekki að