Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 120
118
Hlin
kaggarnir stóöu þarna fleytifullir nálægt sjóbúðunum og það
varð að vana að taka skel í fjörunni og fá sjer lýsisspón, áður
maður lagði af stað. Þegar við mundum eftir því að taka inn
lýsið í skelinni, fundum við aldrei til sultar á sjónum. J. G.
Norðlensh sveitakona slcrifar: — Þegar salta á kjöt að
haustinu til vetrar, hefur mjer reynst vel þessi einfalda að-
ferð, sem jeg hef notað í mörg ár: Tunnan sje vel verkuð og
þur, salt látið í botninn, svo eitt lag af kjöti og þrýsta því
vel saman svo sem minst bil sje á milli bitanna, best er að
slá með sljettum trjehnalli á hvert lag', svo að það þjappist
sem best saman. Láta eina matskeið af saltpjetri þrisvar 1
ílátið: neðarlega í tunnuna, í hana miðja og efst og' hræra
síðustu skeiðina vel út í vatni. Þá er hvítsaltað síðast og rent
þá út yfir einu pundi af hvítasykri uppleystum í potti af
vatni. Þá er hlemmur látinn á ílátið, sem fellur í tunnuna,
farg þar á, talsvert þungt, og bundið svo skinn yfir tunnuna
svo að ekki komist loft í kjötið.
Svona útbúið saltkjöt hefur geymst vel frá hausti til hausts.
S.
Um fjallgöngur í Húnavatnssýslu er skrifað: — Fimtudag'-
inn í 22. viku sumars er lagt á stað í venjulegar undanreiðar
fjallgöngur og er þá áríðandi að góður sje útbúnaður á mönn-
um og skepnum. Til þeirrar ferðar eru valdir 2 röskir og' dug-
legir hestar, vel járnaðir og góð og traust reiðver, hnakkur á
öðrum og reiðingur á hinum. Nú á dögum eru oftast notaðar
skrínur eða litlir kassar undir nestið og plöggin. Nestið er
vanalega níu stykki af góðu dilkakjöti, nokkuð stórt rúgbrauð,
heilt hveitibrauð, ekki lítið og' jólakaka viðlíka stór, stundum
pönnukökur, líka kaffi, sykur og kakaó. Stundum er hangi-
kjöt og harðfiskur með, en þá minna af nýja kjötinu.
Svo er nú klæðnaður mannsins, mest ullarfatnaður og vand-
að til að hann sje sterkur og hlýr, sex pör sokka og annað
eins af vetlingum og vatnsheld föt yst. — Svo hafa menn
æfinlega með sjer ullarábreiður og gæruskinn til að breiða
ofan á sig í tjaldinu, og' margir hafa strigaábreiðu eða gamla
rúmábreiðu til að verja hestana með á nóttunni, ef þeir koma
sveittir að kvöldi í tjaldstað, það er oft frost á nóttum fram
á fjöllum á haustin og skepnur geta ofkælst við snögg' um-
skifti hita og kulda. — Þetta eru helstu atriði fyrir gangna-
menn, sem jeg man eftir, og er komin nokkurskonar hefð á
þennan útbúnað í hjeraðinu. S.