Sunna - 01.10.1932, Qupperneq 26
22
S U N N A
hvelfist svo himininn heiður og blár yfir þau. Með ströndinní
er skerjagarður. Brotnar sjórinn á skerjunum og faldar hvítu.
Er það falleg sjón að sjá brimið, þegar það er í algleymingf
og sýnir hina miklu fegurð, sem það hefir til að bera. —
Jón Jónsson (13 ára), Stokkseyri.
Brúðusaga.
Þegar ég var sex eða sjö ára gömul, lék ég mér með leik-
systrum mínum. Þær voru flestar eldri en ég, ein var þó
jafngömul mér og vorum við oftast saman. Þær eldri léku
sér með brúður. Það voru litlar glerbrúður, og langaði okkur
til að leika okkur að þeim, en þær vildu það síður, því að
þær sögðu, að við skemmdum þær fyrir sér. Þó fengum við
oft að vera með þeim, en við urðum að sitja kyrrar og horfa
á. Okkur þótti gaman að skoða dótið þeirra, því að það var
fallegra en okkar, þær fóru betur með það en við. Þær
bjuggu sér til lítil hús úr pappakössum og höfðu eldspýtu-
stokka fyrir borð og bjuggu til dúka, sem þær klipptu úr
bréfi. Við fórum í veizlur til þeirra, þegar þær skírðu brúð-
urnar sínar. Veizlan var haldin í forstofunni þar sem ég átti
heima. Amma mín gaf okkur stundum tíu aura, og geymdum
við þá, þangað til einhver brúðan átti afmæli. Fórum við þá
út í búð og keyptum eitthvað fyrir þá, og oftast var það skyr,
því að okkur þótti það þá svo gott, og amma gaf okkur
líka mjólk. Ég átti lítið borð, sem frænka mín hafði gefið
mér, og notuðum við það, þegar við héldum veizlurnar, og
átti ég líka blikk-matarstell, sem rnér hafði verið gefið á
afmælinu mínu. Ég fékk ekki að leika mér að þvi nema
stundum.
Brúðurnar áttu oft á ári afmæli, ef þær entust svo lengi.
Ég átti litla brúðu, sem ég var búin að eiga nokkuð lengi.
Eitt sinn er ég var með hana úti, missti ég hana á stein og
höfuðið fór í marga parta. Þá fór ég að orga, því að mér
þótti svo vænt um hana. Þegar ég hætti því, fórum við
að jarða hana. Við tíndum blóm og létum hjá henni, svo
vöfðum við hana í bréf og sungum svo Eldgamla Isafold. —